Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er komin til Íslands. Hún er sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fer fram á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti forsætisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands fyrr í dag. Hún mun taka formlega á móti Þýskalandskanslara á Þingvöllum upp úr klukkan sjö. Stefán Rafn, fréttamaður okkar, hefur fylgst með komu þjóðarleiðtoganna til landsins og mun greina frá deginum í beinni útsendingu á Stöð 2 og sýnt verður frá blaðamannafundi Katrínar og Merkel í beinni útsendingu á Vísi.

Í næsta mánuði kemur annar þjóðarleiðtogi til landsins, varaforseti Bandaríkjanna, en þá mun Katrín Jakobsdóttir ekki vera á landinu og tekur því ekki á móti honum. Rætt verður við sagnfræðiprófessor í fréttatímanum sem segir það nær fordæmalaust.

Og enn að þjóðarleiðtogum en áfram verður fjallað um áhuga Trumps Bandaríkjaforseta á Grænlandi í fréttatímanum. Einnig fylgjum við eftir umfjöllun okkar frá því í gær um konu sem biðlar til Íslendinga að gefa stofnfrumur enda geti það bjargað lífi hennar. Einungis ellefu Íslendingar hafa gefið stofnfrumur.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.