Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, er komin til Íslands. Hún er sérstakur gestur á sumarfundi forsætisráðherra Norðurlandanna sem fer fram á morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, tók á móti forsætisráðherrum Svíþjóðar og Finnlands fyrr í dag. Hún mun taka formlega á móti Þýskalandskanslara á Þingvöllum upp úr klukkan sjö. Stefán Rafn, fréttamaður okkar, hefur fylgst með komu þjóðarleiðtoganna til landsins og mun greina frá deginum í beinni útsendingu á Stöð 2 og sýnt verður frá blaðamannafundi Katrínar og Merkel í beinni útsendingu á Vísi.

Í næsta mánuði kemur annar þjóðarleiðtogi til landsins, varaforseti Bandaríkjanna, en þá mun Katrín Jakobsdóttir ekki vera á landinu og tekur því ekki á móti honum. Rætt verður við sagnfræðiprófessor í fréttatímanum sem segir það nær fordæmalaust.

Og enn að þjóðarleiðtogum en áfram verður fjallað um áhuga Trumps Bandaríkjaforseta á Grænlandi í fréttatímanum. Einnig fylgjum við eftir umfjöllun okkar frá því í gær um konu sem biðlar til Íslendinga að gefa stofnfrumur enda geti það bjargað lífi hennar. Einungis ellefu Íslendingar hafa gefið stofnfrumur.

Þetta og margt fleira í stútfullum fréttapakka í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×