Innlent

Kviknaði í gasgrilli í miðbænum

Sylvía Hall skrifar
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni.
Slökkviliðið að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á sjötta tímanum í kvöld eftir að eldur kom upp á Haðarstíg í miðbæ Reykjavíkur. Slökkvibílar þurftu þó að leggja við Freyjugötu þar sem Haðargata er afar þröng og komust bílarnir ekki að.

Eldurinn kviknaði út frá gaskút í gasgrilli og læsti sig í klæðningu hússins. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu var fólk í húsnæðinu þegar eldurinn kom upp en engin slys urðu á fólki vegna brunans.

Búið er að slökkva eldinn og hefur gaskúturinn verið fluttur á öruggan stað. Unnið er nú að frágangi á vettvangi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.