Innlent

Fluttur á slysadeild eftir bílveltu við Rauðavatn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla stjórnar nú umferð um veginn.
Lögregla stjórnar nú umferð um veginn. Vísir/Jóhann K.
Einn er slasaður eftir að fólksbifreið valt út af Suðurlandsvegi við Rauðavatn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifreiðarinnar einn í bílnum. Bifreiðin hafnaði utan vegar eftir að hafa farið nokkrar veltur.

Bíllinn lenti á ljósastaur þegar hann fór út af veginum og starfsmenn Veitna komu á vettvang til þess að aftengja staurinn.

Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.

Suðurlandsvegi var tímabundið lokað vegna slyssins en lögreglan stjórnar nú umferð á svæðinu og hleypir bifreiðum um veginn í hollum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætti umferð um veginn að komast í eðlilegt horf þegar búið verður að fjarlæga bílinn af svæðinu innan skamms.



Uppfært klukkan 21:51: Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er nú búið að opna Suðurlandsveg að fullu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×