Innlent

Fluttur á slysadeild eftir bílveltu við Rauðavatn

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögregla stjórnar nú umferð um veginn.
Lögregla stjórnar nú umferð um veginn. Vísir/Jóhann K.

Einn er slasaður eftir að fólksbifreið valt út af Suðurlandsvegi við Rauðavatn.

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaður bifreiðarinnar einn í bílnum. Bifreiðin hafnaði utan vegar eftir að hafa farið nokkrar veltur.

Bíllinn lenti á ljósastaur þegar hann fór út af veginum og starfsmenn Veitna komu á vettvang til þess að aftengja staurinn.

Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en ekki er vitað um líðan hans að svo stöddu.

Suðurlandsvegi var tímabundið lokað vegna slyssins en lögreglan stjórnar nú umferð á svæðinu og hleypir bifreiðum um veginn í hollum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu ætti umferð um veginn að komast í eðlilegt horf þegar búið verður að fjarlæga bílinn af svæðinu innan skamms.


Uppfært klukkan 21:51: Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er nú búið að opna Suðurlandsveg að fullu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.