Mótmæla harðlega að þeir sem eru með athyglisbrest séu útilokaðir frá lögreglunni Birgir Olgeirsson skrifar 19. ágúst 2019 15:14 Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD. Vísir/Vilhelm ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“ Lögreglan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
ADHD-samtökin mótmæla harðlega breyttum inntökuskilyrðum sem Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar hefur verið upplýst um. Fullyrða samtökin að þetta sé í fyrsta sinn hérlendis sem þrengt er verulega að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD.Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar vakti athygli á því í síðasta mánuði að læknisfræðileg viðmið vegna ADHD-ADD voru uppfærð. Þar kom fram að greiningin ADHD/ADD geri verið útilokandi þáttur, sérstaklega hjá einstaklingum sem eru á lyfjameðferð vegna ADHD. Hafi umsækjandi fyrri sögu um slíka greiningu þarf viðkomandi að leggja fram vottorð sérfæðilæknis sem lögð verður til grundvallar mati trúnaðarlæknis í hverju tilviki. „Að mati ADHD samtakanna byggja þessar breyttu reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu, úreltum hugmyndum og stangast beinlínis á við lög og vísindalega þekkingu um ADHD og virkni ADHD lyfja,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Telja þau þekkingu höfunda reglnanna á málaflokknum sé alvarlega ábótavant sem megi meðal annars sjá af orðalagi þess hluta leiðbeininganna sem fjallar um læknisvottorð. „ADHD samtökin benda jafnframt á að nýverið afnámu yfirvöld hermála í Noregi sambærilegar takmarkanir á inntöku einstaklinga með ADHD í norska herinn enda talið fráleitt að setja svo alvarlegar og almennar skorður við atvinnufrelsi fólks með ADHD, líkt og nýjar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar gera ráð fyrir,“ segir í tilkynningunni. Skora samtökin á mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar, ríkislögreglustjóra og ráðherra málaflokksins, að afturkalla nýju inntökureglurnar nú þegar, þar sem markmið þeirra virðist það eitt að útiloka fólk með ADHD frá störfum innan lögreglunnar. Einnig má færa rök fyrir því að reglurnar gætu orðið til þess að þeir lögreglumenn sem eru nú þegar starfandi og eru með greint eða ógreint ADHD veigri sér við að leita sér aðstoðar, sem svo aftur getur haft neikvæð áhrif á starfsgetu þeirra innan lögreglunnar. „ADHD samtökin munu aldrei sætta sig við hinar nýju reglur og heita því að berjast gegn slíkri mismunun, hérlendis og annars staðar þar sem slíkar reglur eru enn í gildi. Um það hefur þegar tekist samstarf við systursamtök ADHD samtakanna á Norðurlöndunum.“
Lögreglan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira