Innlent

Tveir á sjúkrahúsi eftir að hafa orðið fyrir bíl á Akureyri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Akureyri vildi ekki staðfesta að hundur hefði drepist.
Lögreglan á Akureyri vildi ekki staðfesta að hundur hefði drepist. Vísir/Vilhelm

Tveir karlmenn slösuðust þegar þeir urðu fyrir bíl á Glerárgötu á Akureyri á sjötta tímanum í kvöld.

Orsök slyssins eru óljós eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra og ekki er vitað um líðan mannanna að svo stöddu.

Lögreglan óskar nú eftir vitnum að málinu. Sérstaklega er auglýst eftir gráum eða ljósbrúnum smábíl sem ók norður Glerárgötu á þeim stað sem slysið varð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.