Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður sýnt frá hátíðarhöldum í miðbænum; hátíðlegum ræðum, lýðveldiskökunni löngu og heyrt í hressu fólki að gera sér glaðan dag.

Ungmenni lögðu Alþingi línurnar

Þingfundur ungmenna fór fram á Alþingi í dag en hátt í sjötíu ungmenni á aldrinum þrettán til sextán ára tóku þátt í honum.

Þristarnir fljúga aftur heim frá Normandí

Fyrsti þristurinn, af þeim fimmtán, sem flugu frá Ameríku um Reykjavík í síðasta mánuði á leið til Normandí, er nú aftur kominn til Íslands á heimleið til Bandaríkjanna.

Segja Miðflokkinn ekki hafa af sér sumarfríið

Enn er engin niðurstaða komin í viðræðum Sjálfstæðisflokksins við Miðflokkinn um þinglokasamning. Þingmenn eru samt bjartsýnir á horfur áætlaðra sumarfría þótt ekki virðist mikill kraftur í samningaviðræðum.

Alþingi fær 140 þúsund undirskriftir

Tæplega 140 þúsund Evrópubúar hafa skrifað undir áskorun til íslenskra, norskra, skoskra og írskra stjórnvalda um að laxeldi í opnum sjókvíum verði hætt. Frumvarp um fiskeldi er nú til umfjöllunar á Alþingi.

75 ára afmæli lýðveldisins fagnað

Mikil hátíðarhöld verða um allt land í dag á þjóðhátíðardegi Íslendinga. 75 ár eru frá stofnun lýðveldisins og verður af því tilefni boðið upp á 75 metra langa köku við Hljómskálagarðinn. Sérstakur þingfundur ungmenna verður.

Costco sýknað í innkaupakerrumáli

Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli.

Gleði og dans allsráðandi í anda Jónu Ottesen

Dans- og fjölskylduhátíðin Kátt í Kramhúsinu var haldin í dag og mun öll innkoma af gleðinni renna beint til Jónu Elísabetar Ottesen, 36 ára konu sem liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys sem hún og dóttir hennar lentu í í upphafi mánaðar.

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Telur samvinnu hafa skort á milli skólastiga

Formaður skólastjórafélags Íslands segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút.

Segir mjög veika von um að Jón Þröstur sé á lífi

Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir vonina um að Jón Þröstur sé á lífi mjög veika. Engar nýjar upplýsingar hafi komið fram í málinu. Hann segir einhvers konar málalok nauðsynleg til að geta horft fram á veginn og verið til staðar fyrir sína nánustu.

Einblína á rafvæðingu ferja líkt og Norðmenn

Framkvæmdastjóri Sæferða segir að einblína eigi á rafvæðingu ferja á Íslandi líkt og gert er í Noregi. Þá þurfi íslenska ríkið hins vegar að lengja þjónustusamninga vegna reksturs skipanna. Erfitt sé fyrir einkaaðila að fjárfesta í rafvæddum ferjum.

Erfitt að gera bændum til hæfis varðandi veður

Fyrri slætti er nú víða lokið eða er að ljúka hjá kúabændum á Suðurlandi þrátt fyrir litla sprettu síðustu vikur vegna þurrka, enda tún víða brunnin. Bóndi í Landeyjunum segist ekki nenna að kvarta undan rigningarleysi, rigningin komi fyrr eða síðar.

Þrír vinningshafar fá 34,5 milljónir hver

Þrír skipta á milli sín sjöföldum Lottópotti dagsins og fær hver þeirra rúmar 34,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá.

Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta

Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þéttur fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30 þar sem litið verður meðal annars til Vestmannaeyja og Bolungarvíkur.

Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju.

Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum

Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf.

Sjá næstu 50 fréttir