Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður sýnt frá hátíðarhöldum í miðbænum; hátíðlegum ræðum, lýðveldiskökunni löngu og heyrt í hressu fólki að gera sér glaðan dag. Í fréttatímanum verður einnig fjallað um stöðuna í Íran en stjórnvöld þar hafa tilkynnt að landið fari yfir hámarksmagn af auðguðu úrani í varabirgðum sínum eftir tíu daga og brjóta þar með samkomulag sem ríkið gerði við fleiri kjarnorkuríki fyrir fjórum árum.

Við fáum líka að sjá sérútbúna bíla fyrir hvalaflutning á miðvikudag, þegar mjaldrarnir tveir koma hingað til lands og verða fluttir til Vestmannaeyja. Bílarnir eru meðal annars útbúnir hljóðkerfi svo unnt verði að tala við hvalina og róa þá niður á ferðalaginu. Við skoðum nýtt alþjóðlegt listaverk á Akureyri og sjáum hverjir hlutu fálkaorðu forseta Íslands.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.