Innlent

Vegfarendur komu til hjálpar þegar bíll valt á Snæfellsnesvegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Snæfellsnesvegi í kvöld. Sjónarvottur segir marga vegfarendur hafa stoppað og komið fólkinu í bílnum til hjálpar.
Frá vettvangi á Snæfellsnesvegi í kvöld. Sjónarvottur segir marga vegfarendur hafa stoppað og komið fólkinu í bílnum til hjálpar. Mynd/Aðsend

Bíll valt á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld. Sjúkraflutningamenn komu á slysstað um sjöleytið en allir fimm sem voru í bílnum voru fluttir á sjúkrahús á Akranesi til skoðunar. Enginn virtist þó alvarlega slasaður, að sögn Gísla Björnssonar, yfirmanns sjúkraflutninga á Vesturlandi.

Bíllinn er mikið skemmdur og valt nokkrar veltur út af veginum. Sjúkrabílar voru sendir á vettvang frá Stykkishólmi og Borgarnesi en slysstaður er miðja vegu á milli bæjanna og voru viðbragðsaðilar því allt að 20 mínútur á leiðinni.

Í millitíðinni komu vegfarendur fólkinu í bílnum til hjálpar, þar á meðal einn eða tveir læknar sem kunnu til verka, að sögn sjónarvotts. Allir í bílnum eru Íslendingar.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.