Varðeldur í fjöru í Skorradal veldur íbúum áhyggjum: "Þetta er frekar óhugnanleg hegðun“ Sighvatur Jónsson og Sylvía Hall skrifa 16. júní 2019 11:24 Birgir Hauksson vakti athygli á reyknum á Facebook-síðu sinni og sagði háttsemina skjóta skökku við fréttaflutning af hættu á gróðureldum. Jói K/Skjáskot Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni. Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, Þórður Sigurðsson, biðlar til fólks að kveikja ekki elda í Skorradal en myndir hafa birst á samfélagsmiðlum af hið minnsta tveimur atvikum. Annars vegar var varðeldur kveiktur á tjaldsvæði og hins vegar í fjöruborði við Skorradalsvatn. Í samtali við fréttastofu rétt í þessu sagðist Þórir vera á leið upp í Skorradal ásamt lögreglu til að kanna aðstæður. Málið yrði tekið föstum tökum. Miklir þurrkar og blíðviðri síðustu daga hefur gert það að verkum að mikil hætta er á gróðureldum í Skorradal. Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Vesturlandi vegna hættu á gróðureldum eftir langvinna þurrka á svæðinu. „Það er enn allt mjög þurrt. Mjög ógnvænlegar myndir sem ég hef verið að fá sendar í morgun þar sem fólk hefur verið að kveikja elda þarna sem er mjög svekkjandi í ljósi allrar umræðunnar,“ segir Þórður en sérstök bakvakt er hjá slökkviliði Borgarbyggðar í ljósi aðstæðna. Varaformaður sumarhúsafélagsins í Fitjahlíð í Skorradal sagði í samtali við fréttastofu á dögunum að íbúar á svæðinu hefðu miklar áhyggjur af ástandinu og benti á þá staðreynd að eldhættan væri gríðarleg. Lítið þyrfti til þess að eldur myndi kveikna og breiðast hratt út. Sjá einnig: Hafa miklar áhyggjur af eldhættunni í SkorradalBirgir Hauksson birti í morgun mynd á Facebook-síðu sinni þar sem sjá má reyk í fjöru í Skorradal og gagnrýnir hann háttsemina. Hann segir hegðunina óhugnanlega, sérstaklega í ljósi fréttaflutnings þar sem hættan á gróðureldum er áréttuð. „Þetta er frekar óhugnanleg hegðun finnst mér, sérstaklega í ljósi undangenginna frétta af gríðarlegri eldhættu í Skorradal hvar hefur verið talað um mögulegt milljarða tjón á eignum og gróðri ef eldur yrði laus, jafnvel manntjón,“ skrifar Birgir í færslunni.
Borgarbyggð Tengdar fréttir Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30 Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39 Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Æfðu viðbrögð vegna gróðurelda af mannavöldum Um helmingur slökkviliðs Borgarbyggðar æfði í Skorradal í gærkvöldi viðbrögð vegna gróðurelda. Varaslökkviliðsstjóri fagnar áhuga sumarbústaðaeigenda á þátttöku í æfingum en segir að eftir að slökkvilið sé komið á vettvangi trufli almenningur slökkvistarf. 15. júní 2019 14:30
Sumarbústaðaeigendur fá ekki að taka þátt í æfingu slökkviliðsins í Skorradal Sumarbústaðaeigendur fagna því að slökkvilið ætli að æfa viðbrögð við gróðureldum í Skorradal í kvöld en eru jafnframt undrandi á því afhverju þeir fái ekki að taka þátt svo þeir geti lagt hönd á plóg og farið í fyrstu aðgerðir komi upp eldur. 14. júní 2019 14:39
Slökkvilið Borgarbyggðar æfir viðbrögð vegna gróðurelda Slökkvilið Borgarbyggðar æfir í kvöld útkall vegna viðbragða við gróðureldum. Allt tiltækt slökkvilið tekur þátt í æfingunni. Um 50 manns verða ræstir út frá fjórum stöðvum slökkviliðsins klukkan 19.30. 14. júní 2019 14:15