Innlent

Borgarstjóri aðstoðaði mann sem hneig niður á meðan athöfn stóð

Sylvía Hall skrifar
Dagur var réttur maður á réttum stað.
Dagur var réttur maður á réttum stað. FBL/ERNIR

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kom manni á miðjum aldri til aðstoðar í miðri hátíðarathöfn í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að maðurinn hneig niður en mbl.is greindi frá þessu.

Talið er að maðurinn hafi fengið flogakast og kölluðu viðstaddir á hjálp þegar hann hneig niður. Óskuðu þau eftir aðstoð læknis en Dagur er læknisfræðimenntaður og starfaði sem slíkur á bráðamóttöku Landspítalans.

Borgarstjóri ræddi við neyðarlínuna í símann en kallað var á sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á sjúkrahús.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.