Innlent

Borgarstjóri aðstoðaði mann sem hneig niður á meðan athöfn stóð

Sylvía Hall skrifar
Dagur var réttur maður á réttum stað.
Dagur var réttur maður á réttum stað. FBL/ERNIR
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, kom manni á miðjum aldri til aðstoðar í miðri hátíðarathöfn í kirkjugarðinum við Suðurgötu eftir að maðurinn hneig niður en mbl.is greindi frá þessu.

Talið er að maðurinn hafi fengið flogakast og kölluðu viðstaddir á hjálp þegar hann hneig niður. Óskuðu þau eftir aðstoð læknis en Dagur er læknisfræðimenntaður og starfaði sem slíkur á bráðamóttöku Landspítalans.

Borgarstjóri ræddi við neyðarlínuna í símann en kallað var á sjúkrabíl og var maðurinn fluttur á sjúkrahús.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×