Costco sýknað í innkaupakerrumáli Andri Eysteinsson skrifar 16. júní 2019 21:44 Costco var sýknað fyrir héraðsdómi í dag. Vísir/Ernir Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér. Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Verslunin Costco var á fimmtudag sýknuð af bótakröfu fyrir Héraðsdómi Reykjaness en krafa hafði verið lögð fram á hendur verslunarinnar vegna tjóns á bíl sem árekstur við innkaupakerrur olli. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Stefnandi sendi stefnanda, Costco, kröfubréf í ágúst síðastliðnum þar sem tilkynnt var um bótakröfu vegna tjónsins. Sóttist stefnandi eftir greiðslu 227 þúsund króna vegna skemmda. Málsatvik voru þau að í maí 2018 átti stefnandi leið fram hjá inngangi verslunarinnar þegar innkaupakerra, mögulega tvær saman, runnu á bíl stefnanda og olli skemmdum á bifreiðinni. Benti stefnandi á að kerrurnar sem notaðar séu í Costco séu stærri og þyngri en aðrar innkaupakerrur, auk þess að engin fyrirstaða sé við hús verslunarinnar til þess að koma í veg fyrir að kerrur renni af stað. Þegar atvikið hafi átt sér stað hafi starfsmaður verið að safna saman kerrum og hann hafi líklega misst kerrurnar tvær sem runnu á bílinn. Þá væru kröfum, gerðum til verslunarhúsnæðis samkvæmt mannvirkjalögum ekki fullnægt. Costco sagði þetta af og frá og taldi húsnæðið standast allar kröfur sem gerðar væru. Þá væri ótækt að leggja þær kröfur á verslunareigendur að þeir fylgist á öllum tímum með öllum svæðum verslunarrýmisins og nágrennis komi til þess að lausamunir renni af stað. Þá beri verslunareigendur ekki ábyrgð á því að viðskiptavinir skili kerrum á þar til gerða staði. Dómari féllst á málflutning rekstarfélags Costco, Costco Wholesale Iceland og var fyrirtækið sýknað af kröfum stefnda.Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Costco Dómsmál Garðabær Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira