Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Eyjamenn og gestir þeirra tóku formlega á móti nýjum Herjólfi í dag. Í kvöldfréttum klukkan hálf sjö sýnum við frá móttökuhátíðinni og ræðum við samgönguráðherra.

Einnig förum við yfir spennuna sem hefur skapast milli Bandaríkjanna og Írans, en Bandaríkjastjórn sakar Írani um að hafa sprengt sex olíuflutningaskip síðustu vikur.

Rætt verður við aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ sem telur löggjöfina varðandi mansal lélega og það skýri að enginn hafi verið dæmdur fyrir vinnumansal á Íslandi.

Í fréttatímanum fylgjumst við líka með sunnlenskum bændum slá túnin og hittum krúttlega grísi í Bolungarvík.

Þetta og margt fleira í þéttum fréttatíma á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×