Versta rigningarspáin fór í fjölmiðla Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júní 2019 18:02 Frá rigningunni í miðbæ Reykjavíkur á 17. júní árið 2014. vísir/daníel Ekki er að vænta frekari rigningarskúra á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en íbúar á suðvesturhorninu tóku eflaust flestir eftir því þegar rigndi nú síðdegis – eftir alllanga þurrkatíð. Útlit er fyrir að haldist þurrt þangað til á þjóðhátíðardaginn en fyrstu og svörtustu rigningarspár virðast þó ekki ætla að rætast.Sjá einnig: Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að varla hafi rignt á höfuðborgarsvæðinu síðan í kringum 20. maí. Hann bendir þó á að áður hafi komið sambærileg þurrkatímabil, líkt og sumarið 2012. Í gær leit svo út fyrir að verulega blautt yrði á 17. júní, sem ber upp á mánudaginn. Teitur segir að nú líti út fyrir að rigningin láti síðar á sér kræla, og í minni mæli, en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þá verði líklega ágætisveður víða um land framan af degi. „Þessi spá sem fór í fjölmiðla þarna, hún var svona versta útgáfan,“ segir Teitur um þjóðhátíðardagsspána í gær. Þjóðhátíðarrigningin haldi svo áfram fram á þriðjudag og þá komi einnig svalara loft yfir landið sem leysi hinn hlýja loftmassa af hólmi. Þannig verði hiti ekki um 20 stig líkt og gerst hefur ítrekað á Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Hlýtt hefur verið vestanlands í dag en hiti fór yfir 22 stig í Borgarfirði, bæði á Hvanneyri og að Litla-Skarði. Veður Tengdar fréttir Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Ekki er að vænta frekari rigningarskúra á höfuðborgarsvæðinu í dag, að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands en íbúar á suðvesturhorninu tóku eflaust flestir eftir því þegar rigndi nú síðdegis – eftir alllanga þurrkatíð. Útlit er fyrir að haldist þurrt þangað til á þjóðhátíðardaginn en fyrstu og svörtustu rigningarspár virðast þó ekki ætla að rætast.Sjá einnig: Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Teitur Arason veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að varla hafi rignt á höfuðborgarsvæðinu síðan í kringum 20. maí. Hann bendir þó á að áður hafi komið sambærileg þurrkatímabil, líkt og sumarið 2012. Í gær leit svo út fyrir að verulega blautt yrði á 17. júní, sem ber upp á mánudaginn. Teitur segir að nú líti út fyrir að rigningin láti síðar á sér kræla, og í minni mæli, en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Þá verði líklega ágætisveður víða um land framan af degi. „Þessi spá sem fór í fjölmiðla þarna, hún var svona versta útgáfan,“ segir Teitur um þjóðhátíðardagsspána í gær. Þjóðhátíðarrigningin haldi svo áfram fram á þriðjudag og þá komi einnig svalara loft yfir landið sem leysi hinn hlýja loftmassa af hólmi. Þannig verði hiti ekki um 20 stig líkt og gerst hefur ítrekað á Suður- og Vesturlandi síðustu daga. Hlýtt hefur verið vestanlands í dag en hiti fór yfir 22 stig í Borgarfirði, bæði á Hvanneyri og að Litla-Skarði.
Veður Tengdar fréttir Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Sjá meira
Stefnir í rennblautt hæ hó og jibbí jei Veðurspár segja að það muni rigna duglega 17. júní. 14. júní 2019 13:52