Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir að vonin um að bróðir sinn finnist á lífi sé mjög veik. Hann hafi þurft að fá einhver málalok til að geta verið til staðar fyrir eigin fjölskyldu. Hann ræðir málið í einlægu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um frumvarp menntamálaráðherra um sameiginlegt leyfisbréf kennara. Formaður Skólastjórafélags Íslans segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Frumvarpið er þó umdeilt meðal kennara.

Við förum einnig í Kramhúsið á dans- og fjölskylduhátíð sem vinir og vandamenn Jónu Elísabetar Ottesen héldu. Jóna liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys, og mun allur gróði af hátíðinni í dag renna til hennar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×