Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf á dularfullan hátt á Írlandi fyrir rúmum fjórum mánuðum segir að vonin um að bróðir sinn finnist á lífi sé mjög veik. Hann hafi þurft að fá einhver málalok til að geta verið til staðar fyrir eigin fjölskyldu. Hann ræðir málið í einlægu viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Einnig verður fjallað um frumvarp menntamálaráðherra um sameiginlegt leyfisbréf kennara. Formaður Skólastjórafélags Íslans segir samvinnu hafa skort á milli skólastiga í gegnum árin en fari nýtt frumvarp menntamálaráðherra í gegn verði hoggið á þann hnút. Frumvarpið er þó umdeilt meðal kennara.

Við förum einnig í Kramhúsið á dans- og fjölskylduhátíð sem vinir og vandamenn Jónu Elísabetar Ottesen héldu. Jóna liggur þungt haldin á spítala eftir alvarlegt bílslys, og mun allur gróði af hátíðinni í dag renna til hennar.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og í beinni á Vísi kl. 18:30Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.