Innlent

Þristarnir fljúga aftur heim frá Normandí

Kristján Már Unnarsson skrifar
Þristurinn "Liberty" á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 20. maí. Hann er núna fyrstur til að snúa til baka aftur til Bandaríkjanna.
Þristurinn "Liberty" á Reykjavíkurflugvelli að kvöldi 20. maí. Hann er núna fyrstur til að snúa til baka aftur til Bandaríkjanna. Vísir/KMU.

Fyrsti þristurinn, af þeim fimmtán, sem flugu frá Ameríku um Reykjavík í síðasta mánuði á leið til Normandí, er nú aftur kominn til Íslands á heimleið til Bandaríkjanna. Hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um klukkan 13.10 eftir flug frá Prestvík í Skotlandi og mætti þar annarri stríðsvél, Catalina-flugbáti, sem óvænt kom til borgarinnar í gær. 

Áhöfn Katalínu áformar flugtak núna um miðjan dag en áhöfn þristsins hyggst halda áfram för í fyrramálið. Næsti áfangi beggja vélanna er Narsarsuaq á Grænlandi. 

Þristurinn kallast „Liberty“ og er merktur Legend Airways með skráningarnúmerið N25641. Flugvélin var smíðuð árið 1943 sem C-47, hernaðarútgáfa DC-3, og þjónaði Bandaríkjaher. Hún var upphaflega notuð í Norður-Afríku og staðsett í Alsír en tók síðar þátt í innrásinni í Normandí. Á D-deginum 6. júní 1944 flutti hún fallhlífahermenn yfir Frakkland og dró svifflugur fullar af hermönnum yfir víglínuna. 

Búist er við næsta þristi á morgun, 18. júní. Ekki er vitað um dagsetningar annarra en búist við að þeir tínist í gegn, einn af öðrum, fram eftir júnímánuði og fram í júlí.

Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá 6. júní um minningarathafnir sem þristarnir tóku þátt í vegna D-dagsins í Normandí:


Tengdar fréttir

Önnur Catalina lenti óvænt í Reykjavík

Catalina-flugbátur úr síðari heimsstyrjöld birtist óvænt í Reykjavík síðdegis. Tók hann tignarlegan hring yfir borginni áður en hann lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsexleytið.

Elsta flugvél sögunnar til að fljúga til Íslands

Þristaveislan mikla er enn í gangi á Reykjavíkurflugvelli en þar lenti nú síðdegis DC 3-öldungur á níræðisaldri sem komst um leið í sögubækur sem elsta flugvél sem flogið hefur til Íslands.

Þristarnir streyma inn til Reykjavíkur

Alls fjórtán flugvélar frá stríðsárunum, svokallaðir þristar, millilenda á Íslandi næstu tvo sólarhringa á leið sinni frá Bandaríkjunum til Evrópu til að minnast innrásarinnar í Normandí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.