Nýr Íslandsmeistari í Esjugöngu fór tólf ferðir upp og niður Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2019 12:42 Svanberg (t.h.) gekk tólf sinnum á Esjuna. Facebook Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið. Esjan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Svanberg Halldórsson er nýr handhafi Íslandsmets í Esjugöngu en hann gekk í gær og í nótt alls tólf ferðir upp og niður fjallið, að Steini og til baka. Fyrra met var ellefu ferðir. Ferðirnar voru 83 kílómetrar samtals og tók það rétt tæpan sólarhring, 23 klukkustundir og 29 mínútur. Gekk Svanberg fyrir gott málefni, nánar tiltekið fyrir Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra, og tók Svanberg við áheitum inn á söfnunarreikning samtakanna. Svanberg var duglegur að sýna frá ferlinu á Facebook síðu sinni og hélt öllum sem fylgjast vildi með honum vel upplýstum um stöðu mála með því að birta myndband í hvert skipti sem hann kláraði ferð upp eða niður. Svanberg segir frá því á Facebook-síðu sinni að fyrir tíu árum síðan hafi hann gengið maraþon á Esjunni, 42,2 kílómetra. Þá gekk Svanberg einnig til góðs. „Í tilefni 10 ára afmælis upprunalegu áskorunarinnar þá hef ég ákveðið að gera nýja tilraun við Íslandsmetið dagana 14-15. júní næstkomandi og ganga minnsta 12 ferðir upp og niður Esjuna í einum rykk. Ég áætla að gangan muni taka u.þ.b. 19 klukkustundir og því um töluvert umfangsmeiri áskorun að ræða en hérna um árið. Ég hef ekki hugmynd um hvort mér takist þetta; en ég skal svo sannarlega gera mitt allra besta, þar til ég klára áskorunina eða lappirnar hreinlega gefa sig,“ skrifar Svanberg á Facebook en sem betur fer héldu lappirnar og ljóst að nýtt Íslandsmet hefur verið slegið.
Esjan Reykjavík Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira