Innlent

Þrír vinningshafar fá 34,5 milljónir hver

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þrír miðaeigendur ganga líklega afar sáttir frá borði eftir útdrátt vikunnar.
Þrír miðaeigendur ganga líklega afar sáttir frá borði eftir útdrátt vikunnar. vísir/vilhelm
Þrír skipta á milli sín sjöföldum Lottópotti dagsins og fær hver þeirra rúmar 34,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá. Einn keypti miðann sinn í Olís í Norðlingaholti í Reykavík en hinir miðarnir voru keyptir á Lotto.is.

Átta skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 150 þúsund í vinning. Níu miðaeigendur fengu glaðning frá Jókernum og fá 100 þúsund krónur fyrir fjórar réttar tölur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.