Þrír skipta á milli sín sjöföldum Lottópotti dagsins og fær hver þeirra rúmar 34,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá íslenskri getspá. Einn keypti miðann sinn í Olís í Norðlingaholti í Reykavík en hinir miðarnir voru keyptir á Lotto.is.
Átta skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rúmlega 150 þúsund í vinning. Níu miðaeigendur fengu glaðning frá Jókernum og fá 100 þúsund krónur fyrir fjórar réttar tölur.
Þrír vinningshafar fá 34,5 milljónir hver
