Fleiri fréttir

Nick Rhodes: Duran Duran aldrei í Eurovision

Hljómsveitin Duran Duran, sem heldur tónleika á Íslandi eftir rúman mánuð, mun aldrei taka þátt í Eurovision. Þetta segir Nick Rhodes, hljómborðsleikari sveitarinnar. Hann segist ekki hafa fylgst með söngvakeppninni í tíu ár hið minnsta.

Kúkalabbarnir komu víðar við á hálendinu

Svo virðist sem þeir aðilar sem skildu eftir sig skít á pallinum við Baldvinsskála, skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi, hafi komið víðar við á hálendinu.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Samgönguráðherra segir að vegarkafli í Öræfum þar sem rútuslys varð í fyrradag verði ekki breikkaður fyrr en eftir nokkur ár miðað við fyrirliggjandi áætlanir. Leggja þurfi meiri áherslu á viðhald þjóðvegarins austur á Höfn, sem þoli ekki þá auknu umferð sem fer um veginn. Rætt verður við samgönguráðherra og fulltrúa Vegagerðarinnar í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:30.

Reyndi að stela bíl af bílasölu

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann sem var að reyna að stela bíl frá bílasölu í Árbæ.

Sjö nýjar hótelbyggingar opna á næsta ári í Reykjavík og tólf á teikniborðinu

Búist er við að 800 ný hótelherbergi opni í Reykjavík á næsta ári. Þá eru tólf þróun með ríflega sextán hundruð herbergum. Gert er ráð fyrir að Marriott hótel opni í byrjun næsta árs. Borgarstjóri segir ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af samdrættinum í ferðaþjónustu. Mörg ný flugfélög hyggist fljúga til landsins á næstunni.

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi Sóleyjar

Rafmagnstöflur brunnu í vélarrúmi rækjutogarans Sóleyjar Sigurjóns þegar eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi. Vegna rafmagnsleysis hefur ekki verið unnt að draga tvö troll skipsins inn og því er tímafrekt að draga skipið til Akureyrar, að sögn skipstjóra rækjutogarans Múlabergs sem dregur Sóleyju til hafnar.

„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“

Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif.

Hlutur ferðamanna í áfengissölu óviss

Óvíst er hve ferðamenn neyta mikils af áfengi á Íslandi. Vínkaupmaður segir tölur Landlæknisembættisins ekki standast skoðun og dregur í efa fullyrðingar um áhrif aukins aðgengis. Verkefnastjóri hjá Landlækni segir duga að bera saman Danmörku og Ísland.

Allt að 18 stiga hiti í dag

Hiti gæti náð upp í 18 stig á norðaustanverðu landinu í dag en svalara verður sunnan- og vestanlands, þar sem búast má við 8-13 gráðum og rigningu.

Tveir skipverjar hífðir upp í þyrluna

Tveir skipverjar á rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200, þar sem eldur kom upp á tíunda tímanum í gærkvöldi, voru hífðir upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir miðnætti í gær.

Ólöglegur halli á Hjartagarðinum

Halli frá Lauga­veginum inn í Hjarta­garðinn er langt yfir leyfi­legum mörkum og brýtur gegn á­kvæðum byggingar­reglu­gerðar.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar

Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila

Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum.

Sjá næstu 25 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.