Innlent

Ólöglegur halli á Hjartagarðinum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hallinn í Hjartagarðinum.
Hallinn í Hjartagarðinum. Mynd/ÖBÍ
Halli frá Lauga­veginum inn í Hjarta­garðinn er langt yfir leyfi­legum mörkum og brýtur gegn á­kvæðum byggingar­reglu­gerðar. Samkvæmt henni er mesti leyfi­legi hallinn fimm prósent en hallinn í Hjarta­garðinn, sem ný­lega var endur­nýjaður, er 15 prósent.

Vakin er at­hygli á þessu í að­gengis­á­taki Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands (ÖBÍ) og segir Margrét Lilja Aðal­steins­dóttir, að­gengis­full­trúi ÖBÍ, að slík brot séu mun al­gengari en margur myndi halda.

„Við erum að reka okkur á þetta miklu oftar en maður myndi halda. Halli yfir fimm prósent hefur mjög mikil á­hrif á hreyfi­hamlað fólk og fólk sem á erfitt með gang og hvað þá þegar hann er kominn upp í 15 prósent,“ segir Margrét. „Það er svo­lítið í hið brattasta.“

Hún segir að slík brot á bygg­ingar­reglu­gerðum séu nokkuð al­geng en það sé þó ekki oft svo mikill halll eins og raun ber vitni í Hjartagarðinum.

Hún segir að það vanti eftir­lit með því að byggingar­reglu­gerðum sé fylgt eftir. „Það er ekkert eftir­lit með því að reglum sé fylgt eftir og það er eitt­hvað sem þarf að breytast,“ segir Margrét.

„Þetta skerðir að­gengi allra, ekki bara þeirra sem þurfa á að­gengi að halda, heldur bara gangandi veg­far­enda og já, allra,“ segir Margrét.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×