Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær átta milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur upp í nítján milljón króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Rætt verður við Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formann borgarráðs í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30.

Einnig verður fjallað ítarlega um rútuslysið sem varð í Öræfum í gær og rætt við bónda sem var með þeim fyrstu á vettvang og beitti handafli til að losa fólk undan rútunni.

Rætt verður við Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur þingmann Pírata. Hún segir álit siðanefndar þingsins, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson, vera súrealískt og kaldhæðnislegt.

Við segjum einnig frá 200 milljarða króna fjárfestingum borgarinnar næstu fimm ár, skoðum róbóta í HR og ræðum við Baldur Þórhallsson sem er staddur í Tel Aviv og var kallaður gyðingahatari á götum úti vegna málflutnings Hatara.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×