Innlent

Kúkalabbarnir komu víðar við á hálendinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Svona var aðkoman í öðrum skálanum.
Svona var aðkoman í öðrum skálanum. Halldór Hafdal

Svo virðist sem þeir aðilar sem skildu eftir sig skít á pallinum við Baldvinsskála, skála Ferðafélagsins á Fimmvörðuhálsi, hafi komið víðar við á hálendinu. Við sögðum frá því í gær að einhverjir höfðu brotist þar inn, gengið skelfilega um og þakkað fyrir sig með því að skíta við útidyrnar.

Baldvinsskáli er á Fimmvörðuhálsi en í ljós hefur komið að einnig var búið að brjótast inn í tvo skála til viðbótar á Laugaveginum.

Sjá einnig: Þökkuðu fyrir sig með því að skíta á pallinn við útidyrnar

Ferðafélaginu barst ábending um að skáli félagsins við Álftavatn hefði verið opin þegar göngumenn bar þar að garði og var farið til að skoða aðstæður þar. Einnig var skálinn í Emstrum skoðaður en í ljós kom að búið var að brjótast inn í báða skálana og ganga hræðilega illa um. Þá var skítur skilinn eftir í báðum skálunum.

Í Emstrum var skitið við hurðina, eins og í Baldvinsskála, en við Álftavatn hafði verið skitið í klósett sem er í skálanum. Þar var þó ekki sturtað niður.

Ekki liggur fyrir hvaða kúkalabbar hafa verið þarna á ferðinni. Hefðbundinn ferðatími er ekki hafinn, almennar rútuferðir eru ekki farnar að ganga og sumarvertíðin varla komin í gang.

Aðstæðurnar í skálunum má sjá á myndunum hér að neðan.

Þar sem klósett var til staðar í í skálanum við Álftavatn var kúkað í það en ekki á pallinn. Halldór Hafdal
Kúkur á pallinum í Emstrum. Halldór Hafdal
Halldór Hafdal
Halldór Hafdal
Halldór Hafdal
Halldór Hafdal
Búið er að brjótast inn í minnst þrjá skála Ferðafélagsins. Halldór Hafdal

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.