„Hart að vera hrakin burt af heimili mínu marga daga“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. maí 2019 12:00 Íbúasamtök Laugardals sendu formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna síðust Secret Solstice hátíð vegna of mikillar hávaðamengunnar og fíkniefnamála. Íbúi segist hafa hrakist frá heimili sínu. VÍSIR/Andri Marinó Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný. Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Það er ólíft á heimili mínu meðan á hátíðinni Secret Soltice stendur segir kona sem býr á Laugarásvegi. Hún hefur kvartað formlega til borgaryfirvalda vegna hátíðarinnar en segir að það hafi ekki borið árangur. Hún segir marga nágranna sína sömu skoðunnar og telur að fyrirhugaðar breytingar á hátíðinni muni ekki hafa teljandi áhrif. Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem gengur uppí 19 milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Þetta kom fram í fréttum okkar í gær þar sem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs sagði samninginn snúast um að hátíðin verði með gerbreyttu sniði í ár. Hún verði meðal annars styttri og hætt verði að spila fyrr. Hátíðahöldin hafa verið gagnrýnd af íbúum hverfisins gegnum tíðina en í umsögn stjórnar Íbúasamtaka Laugardals eftir hátíðina síðasta sumar kemur meðal annars fram að hávaðamengun hafi verið mikil, einkum bassadrunur. Þá hafi fjöldi fíkniefnamála verið mun meiri en á öðrum stórum útihátíðum. Meðal íbúa sem hafa sent borgaryfirvöldum formlegt erindi er Guðný Helga Gunnarsdóttir sem býr á Laugarásvegi. Hún telur að breytingar á hátíðinni muni ekki hafa mikið að segja. „Ég er bara mjög ósátt meðþað og að borgin skuli í ofanálag styrkja þessa hátíð.“ „Það er gríðarlegt ónæði af þessu hér heima hjá mér. Í rauninni get ég ekki verið heima hjá mér meðan á hátíðinni stendur. Hvorki innandyra né utan, þetta er yfir hásumarið. Mér finnst það ansi hart að vera hrakin burt af heimili mínu í marga daga yfir hásumarið sko,“ segir Guðný. Guðný segir að hún hafi í tvígang sent formlegt erindi til borgaryfirvalda vegna hátíðahaldanna. „Ég hef ekki orðið vör við neitt samráð þó að ég hafi látíð í mér heyra,“ segir Guðný.
Reykjavík Secret Solstice Tengdar fréttir Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30 Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00 Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Samningur um Secret Solstice og skuldirnar samþykktur í borgarráði Tónlistarhátíðin Secret Solstice verður haldin í Laugardalnum 21.-23. júní. 16. maí 2019 16:30
Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. 17. maí 2019 20:00
Sárnar ummæli nágranna um Secret Solstice Jóni Bjarna Steinssyni, upplýsingafulltrúa tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sárnar umræða um hátíðina sem íbúar í Laugardal höfðu uppi í viðtali á Bylgjunni í gær. 15. maí 2019 10:46