Fleiri fréttir

Menn gyrði sig í brók

Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi.

Snjóflóðahætta víða um land

Veðurstofan hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu en mest er hættan á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga.

Kærur um rangar sakargiftir í Hlíðamálinu felldar niður

Kærur um rangar sakargiftir á hendur tveggja kvenna sem koma við sögu í nauðgunarmálinu í Hlíðunum hafa verið felldar niður hjá lögreglu. Þá hefur kæra um nauðgun á karlmanni í sama máli einnig verið felld niður.

Til marks um að laun hafi hækkað of mikið

Fjármálaráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Þá telur hann kröfu um lækkun gjaldsins til marks um laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum.

Hlíðarfjall opnað í gær

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri var formlega opnað í gær og voru gestir fljótir að nýta sér það og renna sér í brekkunum.

Hér hafa skattar hækkað næstmest

Meðalskattbyrði í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hefur hækkað úr 32,7 prósentum af landsframleiðslu í 34,4 prósent milli 2009 og 2014.

Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París

KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu.

Vilja nafn liðinnar ástar í burt

Æ fleiri fara í lasermeðferð til að losna við húðflúr. Húðlæknir segir ýmsar hættur leynast í húðflúrum. Hann nefnir sýkingar, örmyndun og mögulega krabbamein.

Lyf reynist hættulegt fólki í geislameðferð

Lyfjastofnun hefur birt bréf lyfjaframleiðanda um lífshættulega aukaverkun lyfs við sortuæxlum fyrir fólk í geislameðferð. Lyfið magnar eituráhrif geislunarinnar, fyrir, á meðan og eftir að það er tekið.

Á einhverjar krónur til að lifa af mánuðinn

Öryrkjar segja lífeyrisgreiðslur sem þeir fá ekki duga til að lifa af. Erfitt sé að ná endum saman alla mánuði en sérstaklega reyni á í desember. Þeir vilja að lífeyrir þeirra hækki og að kjararáð taki ákvarðanir um hækkanir í stað stjórnvalda.

Gæti orðið láglaunasvæði með tímanum

Þungt hljóð er í starfsmönnum álversins í Straumsvík. Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar segir þeim blæða fyrir harða afstöðu forsvarsmanna ÍSAL um að hverfa ekki frá kröfunni um að bjóða fleiri störf út til verktöku. Starfsmennirnir íhuga næstu skref en til greina kemur að grípa til útflutningsbanns.

Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð

Dofri Hermannsson óttast að missa tengslin við dætur sínar eftir skilnað við fyrrverandi eiginkonu sína sem hann segir hafa beitt sig miklu líkamlegu og andlegu ofbeldi í 16 ár.

Sjá næstu 50 fréttir