Menn gyrði sig í brók Svavar Hávarðsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Utanríkisráðherra Frakka er ekki ánægður með ganginn í samningavinnunni. Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Ekki voru liðnir nema fjórir dagar af Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París þegar Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakka, beindi varnaðarorðum til samninganefnda landanna 195, sem nú reyna að berja saman tímamótaloftslagssamning, að gyrða sig í brók. Með sömu vinnubrögðum verði vinnunni aldrei lokið fyrir tilætlaðan tíma – eða 11. desember næstkomandi. Eins og kunnugt er reynir alþjóðasamfélagið í París að ná saman um markmið í loftlagsmálum sem geta snúið þróuninni við – hnattrænni hlýnun sem innan fárra áratuga mun að óbreyttu kynna fyrir mannkyni vandamál á áður óþekktum skala. Skilaboðin sem Fabius flutti voru að allt of hægt gengi, en reynslan frá fyrri loftslagsráðstefnum, en þessi er sú 21. í röðinni, kennir að ráðstefnan muni dragast á langinn og teygja sig einhverja daga fram yfir boðaða lokadagsetningu. Hugi Ólafsson, formaður íslensku sendinefndarinnar, vék að þessu atriði á kynningarfundi fyrir Parísarfundinn. Á máli Huga var að skilja að þrátt fyrir að markmiðið sé skýrt, og þörfin fyrir samkomulag knýjandi, þá sé flækjustig lokafrágangs samningsins gríðarlegt. Hann tiltók nokkur helstu álitamál í samningsdrögunum: Hnattrænt markmið um losun, ábyrgð þróaðra ríkja og þróunarríkja, samræmt bókhald og gegnsæi, fjármál og tjónabætur og lagalegt form samningsins. „Það er líka ekki hægt að ganga að því sem vísu að samkomulag náist í París. Það er líka með öllu óvíst hvað það verður sterkt. Það er líka næsta víst að viðræður halda áfram eftir fundinn um útfærslur á ýmsum atriðum,“ sagði Hugi á fundinum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00 Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00 Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Vilja metnaðarfull loftslagsmarkmið Höfuðborgir Norðurlandanna standa sameinaðar á Loftslagsráðstefnunni í París. Stefnan er að ná, og fara fram úr, markmiðum ESB um 20 prósenta samdrátt í orkunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. 3. desember 2015 07:00
Tæknilausn CRI veitt athygli á loftslagsráðstefnunni í París KC Tran, forstjóri Carbon Recycling International (CRI), tekur þátt í hringborði forstjóra og stjórnarformanna alþjóðlegra fyrirtækja á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP21) þar sem rædd verður ályktun um hvaða raunhæfu aðgerðir fyrirtækin hyggjast ráðast í til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnframleiðslu. 4. desember 2015 07:00
Þjóðarleiðtogar horfa til endurnýjanlegra orkugjafa Tilkynnt um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu verkefni um aukna nýtingu jarðvarma. Frakka setja 6 milljarða evra í umhverfisvæna orkunýtingu í Afríku. 1. desember 2015 18:35