Innlent

Almari í kassanum hótað

Samúel Karl Ólason skrifar
#Nakinníkassa, er eitt af vinsælustu kassamerkjunum á Íslandi þessa dagana.
#Nakinníkassa, er eitt af vinsælustu kassamerkjunum á Íslandi þessa dagana.
Hótanir hafa borist til Listaháskóla Íslands vegna Almars Atlasonar. Hann er nú nakinn í glerkassa í skólanum og hefur verið þar í nærri því fimm daga. Veru hans í kassanum hefur verið varpað á netið, þar sem fjölmargir hafa fylgst með honum.

Ólafur Sveinn Gíslason, prófessor, segir að hringt hafi verið á aðalskrifstofu háskólans í morgun, þar sem einstaklingur var með dónalegar athugasemdir og hótanir. Lögregla hefur verið látin vita af málinu. Þar að auki var hópur fólks með háreisti og köll fyrir utan skólann í nótt.

Fyrst var sagt frá málinu á mbl.is.

Sjá einnig: Ruslaralýður vakti Almar í nótt með hrópum og köllum

Nemendur skólans hafa nú ákveðið að vakta skólann alla helgina.

Sjá einnig: Twitter sprakk þegar Almar byrjaði að fróa sér

Margir hafa lagt leið sína í skólann til að skoða Almar í kassanum og jafnvel til að færa honum mat og gjafir. Gjörningur hans hefur vakið gífurlega athygli. Almar ætlar að koma úr kassanum klukkan níu á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×