Sextán ára ofsafengin og ofbeldisfull sambúð Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2015 20:40 „Ég var ekki lúbarinn eins og margar konur hafa sagt sögur af og þess vegna fannst mér í rauninni bara að þetta gæti varla verið ofbeldi. Ég var sterkari og hvernig gat ég einhvern veginn verið laminn karl?“ segir leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson. Hann lýsti í Stundinni í dag 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Í viðtali í Ísland í Dag, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, segir Dofri að sambúðin hafi verið ofsafengin frá byrjun. Mikill skapofsi hafi einkennt hana sem hann áttaði sig ekki á og segist ekki hafa verið vanur.Fleygði fullri uppþvottagrind„Þetta var líka mín fyrsta sambúð. Þegar mér fannst þetta ekki vera leiðin til að leysa málin þá fékk ég að heyra það að ég kynni kannski ekki nógu mikið fyrir mér í sambúðarmálum og ég lét það bara gott heita,“ segir Dofri og kveður andann í sambúðinni hafa verið á þá leið að það hafi „alltaf eithvað verið yfirvofandi.“ „Ég sit inni í eldhúskrók og allt í einu þróast rifrildið upp á það stig að hún grípur uppþvottagrind, svona gamaldags uppþvottagrind fulla af leirtaui og þeytir að hausnum á mér. Ég dúkka mig og þetta smellur í veggnum fyrir ofan og splundrast yfir mig. Ég var náttúrlega í sjokki en ég gekk að diskaskápanum og sagði: „Eigum við þá að gera þetta svona?“ og ýtti diskastaflanum út. „Erum við þá núna búin að tala um þetta?“ og hún sagði ekki neitt þannig að ég tók djúpu diskana líka og ýtti þeim líka þangað til þeir smölluðust í gólfinu,“ segir Dofri. Eftir það hafi hann þurft að fara í mjög langan bíltúr að eigin sögn.Óttaðist að skilja og missa tengslin við dæturnar„Svo langar mann alltaf til að leysa málin. Mann langar bara að þurfa ekki að standa í svona. Mann langar ekki að skilja, mann langar ekki að missa tengslin við börnin sín. Þess langi bíltúr endaði að lokum í IKEA þar sem ég keypti nýtt leirtau og fór svo heim og við elduðum mat,“ segir Dofri. „Ég var hræddur við að skilja og mér var hótað frá fyrsta rifrildinu af því að hún á stelpur sem tengist mér sterkum böndum. Eftir að okkar stelpa kom til sögunnar sagðist hún ætla að sjá til þess að ég myndi aldrei sjá þær aftur. Mér fannst það hræðilegt, mér fannst það óbærileg tilhugsun þannig að ég afskrifaði skilnað.“Segir móðurina eitra samband stelpnannaAð lokum tók hann þó skrefið og sótti um skilnað. Þrátt fyrir að staða Dofra sem föður sé ágæt á pappírum segir hann að sín fyrrverandi leyfi sér að eitra fyrir sambandi stelpnanna. „Stelpurnar voru búnar að gráta undan mömmu sinni í þó nokkurn tíma við mig og það var í raun þess vegna sem ég steig niður fæti og sagði: „Þetta verður að hætta“ eða „Ég vil skilnað.“ Ég hélt alltaf að ég væri að lenda í þessu og þær slyppu. Þegar ég átta mig á því að þær eru báðar grátandi yfir þessu, tvítug og þrettán ára, undan mömmu sinni þá stíg ég niður fæti,“ segir Dofri sem hræðist að missa tengslin við stelpurnar. Viðtalið við Dofra má sjá hér að ofan sem og við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
„Ég var ekki lúbarinn eins og margar konur hafa sagt sögur af og þess vegna fannst mér í rauninni bara að þetta gæti varla verið ofbeldi. Ég var sterkari og hvernig gat ég einhvern veginn verið laminn karl?“ segir leikarinn og stjórnmálamaðurinn Dofri Hermannsson. Hann lýsti í Stundinni í dag 16 ára sambandi við fyrri konu sína sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Í viðtali í Ísland í Dag, sem sjá má í spilaranum hér að ofan, segir Dofri að sambúðin hafi verið ofsafengin frá byrjun. Mikill skapofsi hafi einkennt hana sem hann áttaði sig ekki á og segist ekki hafa verið vanur.Fleygði fullri uppþvottagrind„Þetta var líka mín fyrsta sambúð. Þegar mér fannst þetta ekki vera leiðin til að leysa málin þá fékk ég að heyra það að ég kynni kannski ekki nógu mikið fyrir mér í sambúðarmálum og ég lét það bara gott heita,“ segir Dofri og kveður andann í sambúðinni hafa verið á þá leið að það hafi „alltaf eithvað verið yfirvofandi.“ „Ég sit inni í eldhúskrók og allt í einu þróast rifrildið upp á það stig að hún grípur uppþvottagrind, svona gamaldags uppþvottagrind fulla af leirtaui og þeytir að hausnum á mér. Ég dúkka mig og þetta smellur í veggnum fyrir ofan og splundrast yfir mig. Ég var náttúrlega í sjokki en ég gekk að diskaskápanum og sagði: „Eigum við þá að gera þetta svona?“ og ýtti diskastaflanum út. „Erum við þá núna búin að tala um þetta?“ og hún sagði ekki neitt þannig að ég tók djúpu diskana líka og ýtti þeim líka þangað til þeir smölluðust í gólfinu,“ segir Dofri. Eftir það hafi hann þurft að fara í mjög langan bíltúr að eigin sögn.Óttaðist að skilja og missa tengslin við dæturnar„Svo langar mann alltaf til að leysa málin. Mann langar bara að þurfa ekki að standa í svona. Mann langar ekki að skilja, mann langar ekki að missa tengslin við börnin sín. Þess langi bíltúr endaði að lokum í IKEA þar sem ég keypti nýtt leirtau og fór svo heim og við elduðum mat,“ segir Dofri. „Ég var hræddur við að skilja og mér var hótað frá fyrsta rifrildinu af því að hún á stelpur sem tengist mér sterkum böndum. Eftir að okkar stelpa kom til sögunnar sagðist hún ætla að sjá til þess að ég myndi aldrei sjá þær aftur. Mér fannst það hræðilegt, mér fannst það óbærileg tilhugsun þannig að ég afskrifaði skilnað.“Segir móðurina eitra samband stelpnannaAð lokum tók hann þó skrefið og sótti um skilnað. Þrátt fyrir að staða Dofra sem föður sé ágæt á pappírum segir hann að sín fyrrverandi leyfi sér að eitra fyrir sambandi stelpnanna. „Stelpurnar voru búnar að gráta undan mömmu sinni í þó nokkurn tíma við mig og það var í raun þess vegna sem ég steig niður fæti og sagði: „Þetta verður að hætta“ eða „Ég vil skilnað.“ Ég hélt alltaf að ég væri að lenda í þessu og þær slyppu. Þegar ég átta mig á því að þær eru báðar grátandi yfir þessu, tvítug og þrettán ára, undan mömmu sinni þá stíg ég niður fæti,“ segir Dofri sem hræðist að missa tengslin við stelpurnar. Viðtalið við Dofra má sjá hér að ofan sem og við Friðgeir Sveinsson sem óttast að lenda í sömu stöðu og Dofri.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábygð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira