Innlent

Vara við að byggja snjóhús í sköflum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/stefán
Samgöngustofa hvetur foreldra til að brýna fyrir börnum að grafa ekki snjóhús í snjóruðninga. Hættur geti fylgt slíkri byggingastarfsemi, meðal annars vegna nálægðar við við bílaumferð.

„Börn eðli málsins samkvæmt vilja prófa það að búa sér til fasteign úr snjó, snjóhús. Þeim hættir stundum til að gera það á stöðum sem eru hættulegir. Það eru þessir snjóruðningar sem snjóruðningstækin búa til og skilja eftir sig og það er mjög freistandi að grafa sig inn í þetta,“ sagði Einar Magnús Magnússon hjá Samgöngustofu í Reykjavík síðdegis í gær.

„Það væri svo sem allt í lagi ef ekki væri sú hætta sem stafar af ökutækjum sem þar eru á ferð allt um kring. Skyggni er oft mjög slæmt þannig að þetta ear ekkert leksvæði. Það sem við viljum árétta til foreldra og forráðamanna að tala um það við börnin að gera þetta alls ekki.“

Þá varar hann jafnframt við því að börn renni sér á sleðum eða skíðum í grennd við umferðargötur. „Við höfum fengið um það ábendingar, um mikla slysahættu. En ég vil lika bæta við ábyrgð okkar ökumanna að við förum okkur hægt,“ sagði Einar.

Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×