Innlent

Vegum á Suðurlandi lokað klukkan tvö

Samúel Karl Ólason skrifar
Hér má sjá hvaða kafli hringvegsins verður lokað.
Hér má sjá hvaða kafli hringvegsins verður lokað. Vísir/Map.is
Vegagerðin og Lögreglan á Suðurlandi hafa ákveðið að loka hringvegi 1 frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni frá klukkan 14:00 í dag. Þá verða einnig mannaðir lokunarstaðir við Lómagnúp og Freysnes.

Sjá einnig: Ekkert ferðaveður síðdegis

Veður mun einnig versna mjög á Austfjörðum upp úr klukkan fimm og um allt norðanvert og norðvestanvert landið. Fjallvegum verður því lokað með kvöldinu. Samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni er útlit fyrir að sama veður verði áfram á laugardag og þjónusta á vegum verði í lágmerki og einungis á láglendi.

Færð og aðstæður

Það er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði en hálka á Hellisheiði og í Þrengslum. Á Suðurlandi er hálka eða snjóþekja á öllum leiðum. Þæfingsfærð er á Lyngdalsheiði og einnig á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesbraut. Þæfingsfærð og skafrenningur er á Suðurstranda- og Krýsuvíkurvegi. Hálka og skafrenningur er á Kjalarnesi.

Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Hálka eða snjóþekja og éljagangur er á Snæfellsnesi. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.

Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur er norðaustanlands.

Hálka er einnig á flestum leiðum á Austurlandi og sums staðar snjóar en ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði. Snjóþekja er frá Reyðarfirði og með suðurströndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×