Innlent

Hlíðamálin komin til saksóknara

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Tveir karlmenn eru grunaður um verknaðinn.
Tveir karlmenn eru grunaður um verknaðinn. Vísir/Vilhelm
Lögreglan hefur lokið rannsókn á Hlíðarmálunum svokölluðu og eru þau bæði komin til embættis ríkissaksaksóknara. Þetta staðfestir Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. „Bæði málið hafa verið send áfram.“

Sjá einnig: Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana

Fréttablaðið greindi frá rannsókn málanna í síðasta mánuði. Þar kom meðal annars fram að um tvo aðskilin mál væri að ræða.

Fyrri brotið sem kært var á að hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanema á skemmtistaðnum Austur, í íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á annarri konu að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum.

Meðal þess sem lögreglan lagði hald á við húsleit í íbúðinni var svipa og keðja en í skýrslu annarrar konunnar hjá lögreglu kemur fram að annar mannanna hafi bundið hendur hennar saman með keðju og slegið hana með svipu.

Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina.

Báðir mennirnir neita sök og annar mannana hefur kært aðra konuna fyrir nauðgun. Þá hafa báðar konurnar verið kærðar fyrir rangar sakargiftir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.