Innlent

Innanlandsflug úr skorðum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ofsaveðri er spáð síðdegis.
Ofsaveðri er spáð síðdegis. vísir/stefán
Búið er að aflýsa flugferðum til Ísafjarðar, Egilsstaða og Akureyrar vegna veðurs. Það kemur til með að hafa áhrif á allt að 150 farþega Flugfélags Íslands, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Síðasta ferðin verður farin klukkan hálf fjögur í dag.

Ofsaveðri er spáð síðdegis við suðausturströndina, en þar geta hviður farið yfir fimmtíu metra á sekúndu við fjöll á þeim slóðum. Veðurstofan hefur varað við óveðrinu og segir ekkert ferðaveður.

Þá er víða hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi. Norðan stormi með stórhríð er spáð á norðanverðu landinu á morgun, en Flugfélag Íslands hefur ekki tekið ákvörðun um hvort flogið verði á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×