Innlent

Hér hafa skattar hækkað næstmest

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meðalskattbyrði á Íslandi hækkaði um 2,8 prósent milli ára.
Meðalskattbyrði á Íslandi hækkaði um 2,8 prósent milli ára. vísir/valli
Meðalskattbyrði í ríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hefur hækkað úr 32,7 prósentum af landsframleiðslu í 34,4 prósent milli 2009 og 2014. Í nýrri skýrslu kemur fram að mest hafi hlutfallið hækkað í Danmörku milli 2013 og 2014 eða um 3,3 prósent, en næstmest á Íslandi, eða um 2,8 prósent. Tveir þriðju hækkananna eru hækkun virðisauka- og tekjuskatts.

Fyrirtækjaskattar hafa lækkað þvert yfir OECD-ríkin, einstaklingar standa undir stærri hlut heildarskattstofnsins en áður. Skatttekjur af fyrirtækjum lækkuðu úr 3,6 prósentum af landsframleiðslu í 2,8 prósent á milli 2007 og 2014. Skatttekjur af einstaklingum hækkuðu á móti úr 8,8 prósentum í 8,9 prósent af landsframleiðslu og tekjur af virðisaukaskatti hækkuðu úr 6,5 prósentum í 6,8 prósent á tímabilinu.

Pascal Saint-Amans, sviðsstjóri skattasviðs OECD, segir að fyrirtæki séu að finna nýjar leiðir til að forðast eða draga úr skattgreiðslum sínum, á móti þurfa þá einstaklingar að greiða hærri skatta til ríkisins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×