Innlent

Umferðar- og gönguljós úti á Miklubraut

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla stýrði umferð um tíma.
Lögregla stýrði umferð um tíma. vísir/vilhelm
Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á tólfta tímanum í dag með þeim afleiðingum að hann hafnaði á vegriði og gönguljósastaur á Miklubraut við Klambratún. Ekki urðu slys á vegfarendum eða ökumanni.

Umferðarljós við Lönguhlíð og Miklubraut urðu óvirk í kjölfarið og þurfti lögregla að stýra umferð um tíma. Þau eru komin í gagnið á ný en unnið er að viðgerð á gönguljósunum.

Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum og hafnaði á gönguljósunum við Klambratún.vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×