Þurfa að ferja farþega til Víkur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2015 15:37 Björgunarsveitarfólk hjá Víkverja á vafalítið annasamt kvöld fyrir höndum. Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember. Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Meðlimir í björgunarsveitinni Víkverja á Vík í Mýrdal eiga fullt í fangi með að komast áleiðis til móts við rútu sem situr föst á þjóðveginum nærri Dyrhólaey. Orri Örvarsson, formaður Víkverja, segir sína menn á leiðinni en ferðin sækist hægt enda fólk fast í bílum á leiðinni sem þarf að aðstoða. Orri segir þá hafa þurft að aðstoða tvo jepplinga og einn fólksbíl sem voru fastir og eða höfðu farið útaf veginum. Verið væri að vinna í því að ferja farþegana til Víkur en afar þungfærst væri yfir Reynisfjall. Björgunarsveitarmenn væru á leiðinni að aðstoða farþega fyrrnefndrar rútu sem er í um sextán kílómetra fjarlægð frá Vík. Mbl.is segir þrjátíu farþega um borð. Sjá einnig: Sjáðu lægðina nálgast suðurströndina Spáð hafði verið aftakaveðri meðfram suðurströndinni í dag og var Þjóðvegi 1 lokað frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Aðspurður sagðist Orri hafa séð það verra en það væri engum ofsögum sagt að veður væri mjög slæmt. „Það er rosalega blint og mikið af lausum snjó.“Lokun á Þjóðvegi 1 má sjá á kortinu að neðan.Ábendingar frá veðurfræðingi má lesa hér að neðanVaxandi vindur og versnandi veður almennt á landinu upp úr kl. 14. Undir Eyjafjöllum og í Mýrdal verður ofsaveður frá kl. 14 til 18 og hviður allt að 40-50 m/s. Eins í Öræfum frá kl. 14 til 20 og hviður um og yfir 50 m/s á þeim slóðum. Stórhríðarveður austanlands með kvöldinu.Skafrenningur um allt norðanvert landið og eins ofanhríð. Höfuðborgarsvæðið og suðvestanvert landið virðist ætla að sleppa betur, en samt allhvasst síðdegis og í kvöld og víðast skefur lausamjöllina. Eins ofankoma um tíma, en minniháttar þó.LokanirHringvegurinn er lokaður frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Lokunarstaðir eru einnig við Lómagnúp og Freysnes.Veður fer einnig mjög versnandi á Austfjörðum upp úr kl. 17:00. Sama á einnig við um allt norðvestanvert og norðanvert landið um kl 19:00. Ekkert ferðaveður verður á þessum svæðum og ljóst að fjallvegum verður lokað með kvöldinu, útlit er fyrir að sama veður verði áfram á laugardag, þjónusta á vegum verði í lágmarki og einungis á láglendi.Færð og aðstæðurÞað er snjóþekja og skafrenningur á Sandskeiði og Hellisheiði en hálka í Þrengslum. Á Suðurlandi er alls staðar vetrarfærð, í það minnsta hálka eða snjóþekja. Þæfingsfærð er á nokkrum sveitavegum. Hálka eru á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum. Þungfært er á Krýsuvíkurvegi.Hálka og snjóþekja er á vegum á Vesturlandi og Vestfjörðum. Skafrenningur er við Hafnarfjall, á köflum á Snæfellsnesi og eins í Reykhólasveit. Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði.Það er hálka á flestum vegum á Norðurlandi. Snjóþekja og éljagangur með norðausturströndinni. Hálka er einnig víðast hvar á Austurlandi og sumstaðar snjóar, snjóþekja og éljagangur er á Fjarðarheiði og Oddsskarði. Ófært er um Öxi og Breiðdalsheiði.Umferðartafir í StrákagöngumVegna vinnu við endurbætur á rafkerfi í Strákagöngum má búast við umferðartöfum þar á virkum dögum frá klukkan 8:00-18:00 fram til 22. desember.
Veður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira