Innlent

Hlíðarfjall opnað í gær

Sveinn Arnarsson skrifar
Hlíðarfjall opnaði í gær.
Hlíðarfjall opnaði í gær. Mynd/Skíðasvæðið Hlíðarfjalli
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri var formlega opnað í gær og voru gestir fljótir að nýta sér það og renna sér í brekkunum. Kalt er í veðri nyrðra þessa dagana og því hafa snjóframleiðsluvélarnar nýst vel síðustu daga. Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls, segir stöðuna mjög góða miðað við árstíma.

„Ég er mjög ánægður með aðstæðurnar núna. Þó það sé ekkert kominn mikill snjór alls staðar í fjallið þá er nægilega mikið af snjó í brekkum til að við getum opnað. Svo förum við í framleiðslu á fullu eftir helgina þar sem von er á að það snjói vel á okkur næstu daga,“ segir Guðmundur Karl.

Hann á von á því að skíðasvæðið verði opið samfellt fram að páskum og að tugir þúsunda gesta mæti í Hlíðarfjall þetta tímabilið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×