Fleiri fréttir

Skortur á tilgangi frjór jarðvegur haturs

Evrópubúar úr millistétt ganga til liðs við öfgasamtök vegna skorts á hugsjónum og tilgangi í neysluþjóðfélagi nútímans. Pólitísk og félagsleg vandamál í evrópskum samfélögum eru rót vandans.

Schengen á lífi

Innanríkis- og dómsmálaráðherrar í Evrópu samþykktu í gær að herða gæslu á ytri landamærum Schengen-svæðisins. Innanríkisráðherra Frakka segir að ástandið muni vara eins lengi og þörf sé á.

Fræða um ofbeldi en hafa ekki fagþekkingu

Aflið, samtök gegn kynferðisofbeldi, sinnir fræðslu í grunnskólum Akureyrar í nóvember. Aflsfólk ræðir við 7. og 9. bekkinga um heimilis- og kynferðisofbeldi. Fræðslustjóri segir fagþekkingu mikilvæga. Slík þekking er ekki hjá Aflinu

Lögreglu skortir þekkingu til rannsókna læknaverkum

Árlega eru fjögur til sex alvarleg, óvænt atvik og óvænt dauðsföll á Landspítalanum tilkynnt til lögreglu. Lögregla rannsakar ekki öll málin. Síðustu 15 ár hefur hún haft færri en tíu mál til meðferðar innan allrar heilbrigðisþjónustunnar. Ákæra var gefin út í einu máli. Það mál er fyrir dómi þessa dagana.

Höfðu ekki heimild til að birta nafn í úrskurði

Til skoðunar er hjá Samkeppniseftirliti hversu víðtæk áhrif nýlegur úrskurður Persónuverndar hafi á birtingu ákvarðana eftirlitsins. Nafn manns sem kærði var fjarlægt úr ákvörðun vegna samkeppnisbrota Byko en önnur nöfn ekki.

Grjóti rigndi yfir bíla

Ekki í fyrsta sinn að bílar skemmast við byggingarsvæði nýs hótels í Stórholti.

Allir sýknaðir af hópnauðgun

Fimm piltar á aldrinum 18-21 árs hafa verið sýknaðir af ákæru um nauðgun á sextán ára stúlku í samkvæmi í Breiðholti í maí í fyrra. Einn var sakfelldur fyrir að taka atvikið upp.

Fólki finnst það ekki til nokkurs gagns

Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, segir erfitt að horfa upp á stöðu sumra eldri borgara í dag – of margir lifi undir fátæktarmörkum og einangrist. Hún segir gríðarleg verðmæti í eldri borgurum.

Höfnin orðin of lítil á Brjánslæk

„Að mínu viti getum við ekki beðið lengur,“ bókaði Valgeir Davíðsson í hafnarstjórn Vesturbyggðar þar sem hann lagði til að stækkun hafnarinnar á Brjánslæk yrði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Borgin í viðræður um kvikmyndaver í Gufunesi

Ef hugmyndir ganga eftir gæti kvikmyndaver risið í Gufunesi innan nokkurra ára. Borgarráð samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að ganga til viðræðna við RVK Studios um alhliða kvikmyndaver sem verður hluti af framtíðarmynd Gufuness og ein af forsendum í skipulagssamkeppni sem efnt verður til.

Ráðherrar fá 100 þúsund króna hækkun

"Það er mikið óréttlæti fólgið í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, um 9,3 prósent launahækkun þeirra sem heyra undir kjararáð.

Sýknaður af nauðgun því ásetninginn skorti

Dómur Héraðsdóms Suðurlands frá því á mánudag hefur vakið athygli fyrir að þar er rætt um nauðgun af gáleysi. Sanna verður ásetning nauðgunar til að rétt þyki að sakfella. Dæmi eru um gáleysisákvæði í erlendri lagaframkvæmd.

Kúvending í afstöðu ríkisins

Ólöf Nordal neitar að loka flugbraut 06/24 eins og Reykjavíkurborg fer fram á. Borgin hefur því ákveðið að stefna ríki vegna vanefnda á gerðum samningum. Framkvæmdir Valsmanna tefjast.

Skurðstofa á kvennadeild opnuð á ný

Skurðstofan á kvennadeild Landspítalans, sem Kristín Jónsdóttir yfirlæknir sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að hefði verið lokuð frá því í vor vegna skorts á skurðhjúkrunarfræðingum, verður opnuð á ný næstkomandi mánudag.

Abaaoud stóð að skipulagningu fleiri hryðjuverka

Höfuðpaur hryðjuverkaárásanna í Frakklandi á föstudag féll í áhlaupi lögreglu á íbúð í St-Denis í norðurhluta Parísar í gær. Þetta staðfesta frönsk stjórnvöld. Forsetisráðherra Frakklands varaði í dag frönsku þjóðina við því að hryðjuverkahópar gætu gripið til efna- eða sýklavopnaárása.

Sjá næstu 50 fréttir