Fræða um ofbeldi en hafa ekki fagþekkingu Sveinn Arnarsson skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Aflið á Akureyri eru systursamtök Stígamóta. Samtökin samanstanda af einstaklingum sem hafa lent í heimilis- og eða kynferðislegu ofbeldi. vísir/pjetur Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa í nóvembermánuði farið í alla grunnskóla Akureyrar með fyrirlestur fyrir 7. og 9. bekk. Engin fagþekking á málaflokknum er innan samtakanna. Ingibjörg Þórðardóttir, ráðgjafi hjá Aflinu, segir samtökin fara inn í skólana til að ræða um kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi. Annars vegar er rætt við 7. og hins vegar 9. bekk. Starfsmaður frá skólanum er einnig viðstaddur fyrirlestrana. „Við erum ekki menntaðir kennarar en við sem sinnum þessari fræðslu höfum starfað lengi í greininni sem ráðgjafar,“ segir Ingibjörg. „Þessi fræðsla er ekki greidd af skólum bæjarins heldur fær Akureyrarkaupstaður þessa þjónustu frá okkur þar sem hann styrkir samtökin árlega.“Soffía VagnsdóttirÞann 27. október var málið tekið upp á fundi með skólastjórum Akureyrarbæjar. Í umræðum á fundinum var lögð áhersla á að fræðsla sem þessi væri faglegum grundvelli. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið rætt nokkuð ítarlega og ráðgert að skólastjórnendur sjálfir myndu taka ákvörðun um framhaldið. Soffía segir þessa fræðslu mikilvæga og eiga brýnt erindi til nemenda í grunnskólum þar sem um samfélagsmein sé að ræða. Það sé hins vegar mjög mikilvægt að fagþekking sé á bak við en ekki aðeins reynsla af ofbeldi. „Við erum sammála um það að fræðslan er þörf en spurningin er bara hver eigi að sinna henni. Einnig erum við með skólahjúkrunarfræðinga sem sinna fræðslu í skólunum okkar og koma þar að og því ættum við í meiri mæli að vera með heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir erindum sem þessum. Þetta er viðkvæmt málefni og það skiptir miklu máli hvernig við nálgumst þessa fræðslu,“ segir Soffía. Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segist ekki vera innviklaður í daglegt starf grunnskólanna. „Það er mikilvægt að kennsla barnanna okkar sem og fræðsla til þeirra sé sett fram af fagfólki og að faglegar kröfur séu gerðar til þeirra sem sinna kennslu,“ segir Logi. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Aflið, samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa í nóvembermánuði farið í alla grunnskóla Akureyrar með fyrirlestur fyrir 7. og 9. bekk. Engin fagþekking á málaflokknum er innan samtakanna. Ingibjörg Þórðardóttir, ráðgjafi hjá Aflinu, segir samtökin fara inn í skólana til að ræða um kynferðislegt ofbeldi og heimilisofbeldi. Annars vegar er rætt við 7. og hins vegar 9. bekk. Starfsmaður frá skólanum er einnig viðstaddur fyrirlestrana. „Við erum ekki menntaðir kennarar en við sem sinnum þessari fræðslu höfum starfað lengi í greininni sem ráðgjafar,“ segir Ingibjörg. „Þessi fræðsla er ekki greidd af skólum bæjarins heldur fær Akureyrarkaupstaður þessa þjónustu frá okkur þar sem hann styrkir samtökin árlega.“Soffía VagnsdóttirÞann 27. október var málið tekið upp á fundi með skólastjórum Akureyrarbæjar. Í umræðum á fundinum var lögð áhersla á að fræðsla sem þessi væri faglegum grundvelli. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir þetta hafa verið rætt nokkuð ítarlega og ráðgert að skólastjórnendur sjálfir myndu taka ákvörðun um framhaldið. Soffía segir þessa fræðslu mikilvæga og eiga brýnt erindi til nemenda í grunnskólum þar sem um samfélagsmein sé að ræða. Það sé hins vegar mjög mikilvægt að fagþekking sé á bak við en ekki aðeins reynsla af ofbeldi. „Við erum sammála um það að fræðslan er þörf en spurningin er bara hver eigi að sinna henni. Einnig erum við með skólahjúkrunarfræðinga sem sinna fræðslu í skólunum okkar og koma þar að og því ættum við í meiri mæli að vera með heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir erindum sem þessum. Þetta er viðkvæmt málefni og það skiptir miklu máli hvernig við nálgumst þessa fræðslu,“ segir Soffía. Logi Einarsson, formaður skólanefndar Akureyrarbæjar, segist ekki vera innviklaður í daglegt starf grunnskólanna. „Það er mikilvægt að kennsla barnanna okkar sem og fræðsla til þeirra sé sett fram af fagfólki og að faglegar kröfur séu gerðar til þeirra sem sinna kennslu,“ segir Logi.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira