Handtöku flýtt til að endurheimta búnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 19:23 Mennirnir sátu í kringum sex klukkustundir hvor í varðhaldi vegna málsins. vísir/heiða Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni, samtals tvær milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar handtöku sem þeir urðu fyrir. Í héraði hafði hvor þeirra fengið 350.000 krónur í bætur en Hæstiréttur hækkaði bæturnar, upp í 800.000 krónur annars vegar og 1.200.000 krónur hins vegar. Atvik málsins voru þau að þann 21. febrúar 2012 fékk lögreglan heimild til að hlera síma mannanna, koma fyrir eftirfararbúnaði í bifreiðum þeirra auk myndbands- og hljóðritunarbúnaði í íbúðum þeirra. Aðgerðirnar voru liður í að rannsaka meintan fíkniefnainnflutning þeirra. Mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan verkstæði við Hamarshöfða í mars 2012. Í skýrslu sem lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins gaf fyrir dómi kom fram að handtöku mannanna hefði verið flýtt þar sem þeir hefðu uppgötvað að verið var að fylgjast með þeim. Var handtakan liður í því að endurheimta búnað lögreglunnar. Fram kemur í dómnum að lögreglan hafi ekki fullnýtt allar þær heimildir sem hún hafði í kjölfar úrskurðar dómsins. Mat Hæstaréttar var að mennirnir tveir hefðu ekki stuðlað að þeim aðgerðum sem gripið var til og að handtaka lögreglunnar hafi verið í öðrum tilgangi en kveðið er á um í lögum. Þetta er í annað sinn sem Jóhanni Einari Björnssyni eru dæmdar bætur vegna aðgerða lögreglu gegn honum en þann 17. nóvember 2006, fyrir rétt rúmum níu árum, voru honum dæmdar 250.000 krónur í miskabætur eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi í þrettán daga í tengslum við rannsókn á Dettifossmálinu svokallaða. Jóhann var sýknaður í málinu en hann var grunaður um að hafa átt þátt í að smygla amfetamíni til landsins. Honum var hins vegar gerð sekt fyrir að hafa haft amfetamín í vörslu sinni. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni, samtals tvær milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar handtöku sem þeir urðu fyrir. Í héraði hafði hvor þeirra fengið 350.000 krónur í bætur en Hæstiréttur hækkaði bæturnar, upp í 800.000 krónur annars vegar og 1.200.000 krónur hins vegar. Atvik málsins voru þau að þann 21. febrúar 2012 fékk lögreglan heimild til að hlera síma mannanna, koma fyrir eftirfararbúnaði í bifreiðum þeirra auk myndbands- og hljóðritunarbúnaði í íbúðum þeirra. Aðgerðirnar voru liður í að rannsaka meintan fíkniefnainnflutning þeirra. Mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan verkstæði við Hamarshöfða í mars 2012. Í skýrslu sem lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins gaf fyrir dómi kom fram að handtöku mannanna hefði verið flýtt þar sem þeir hefðu uppgötvað að verið var að fylgjast með þeim. Var handtakan liður í því að endurheimta búnað lögreglunnar. Fram kemur í dómnum að lögreglan hafi ekki fullnýtt allar þær heimildir sem hún hafði í kjölfar úrskurðar dómsins. Mat Hæstaréttar var að mennirnir tveir hefðu ekki stuðlað að þeim aðgerðum sem gripið var til og að handtaka lögreglunnar hafi verið í öðrum tilgangi en kveðið er á um í lögum. Þetta er í annað sinn sem Jóhanni Einari Björnssyni eru dæmdar bætur vegna aðgerða lögreglu gegn honum en þann 17. nóvember 2006, fyrir rétt rúmum níu árum, voru honum dæmdar 250.000 krónur í miskabætur eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi í þrettán daga í tengslum við rannsókn á Dettifossmálinu svokallaða. Jóhann var sýknaður í málinu en hann var grunaður um að hafa átt þátt í að smygla amfetamíni til landsins. Honum var hins vegar gerð sekt fyrir að hafa haft amfetamín í vörslu sinni.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira