Handtöku flýtt til að endurheimta búnað Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 19:23 Mennirnir sátu í kringum sex klukkustundir hvor í varðhaldi vegna málsins. vísir/heiða Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni, samtals tvær milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar handtöku sem þeir urðu fyrir. Í héraði hafði hvor þeirra fengið 350.000 krónur í bætur en Hæstiréttur hækkaði bæturnar, upp í 800.000 krónur annars vegar og 1.200.000 krónur hins vegar. Atvik málsins voru þau að þann 21. febrúar 2012 fékk lögreglan heimild til að hlera síma mannanna, koma fyrir eftirfararbúnaði í bifreiðum þeirra auk myndbands- og hljóðritunarbúnaði í íbúðum þeirra. Aðgerðirnar voru liður í að rannsaka meintan fíkniefnainnflutning þeirra. Mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan verkstæði við Hamarshöfða í mars 2012. Í skýrslu sem lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins gaf fyrir dómi kom fram að handtöku mannanna hefði verið flýtt þar sem þeir hefðu uppgötvað að verið var að fylgjast með þeim. Var handtakan liður í því að endurheimta búnað lögreglunnar. Fram kemur í dómnum að lögreglan hafi ekki fullnýtt allar þær heimildir sem hún hafði í kjölfar úrskurðar dómsins. Mat Hæstaréttar var að mennirnir tveir hefðu ekki stuðlað að þeim aðgerðum sem gripið var til og að handtaka lögreglunnar hafi verið í öðrum tilgangi en kveðið er á um í lögum. Þetta er í annað sinn sem Jóhanni Einari Björnssyni eru dæmdar bætur vegna aðgerða lögreglu gegn honum en þann 17. nóvember 2006, fyrir rétt rúmum níu árum, voru honum dæmdar 250.000 krónur í miskabætur eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi í þrettán daga í tengslum við rannsókn á Dettifossmálinu svokallaða. Jóhann var sýknaður í málinu en hann var grunaður um að hafa átt þátt í að smygla amfetamíni til landsins. Honum var hins vegar gerð sekt fyrir að hafa haft amfetamín í vörslu sinni. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur mönnum, Antoni Kristni Þórarinssyni og Jóhanni Einari Björnssyni, samtals tvær milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar handtöku sem þeir urðu fyrir. Í héraði hafði hvor þeirra fengið 350.000 krónur í bætur en Hæstiréttur hækkaði bæturnar, upp í 800.000 krónur annars vegar og 1.200.000 krónur hins vegar. Atvik málsins voru þau að þann 21. febrúar 2012 fékk lögreglan heimild til að hlera síma mannanna, koma fyrir eftirfararbúnaði í bifreiðum þeirra auk myndbands- og hljóðritunarbúnaði í íbúðum þeirra. Aðgerðirnar voru liður í að rannsaka meintan fíkniefnainnflutning þeirra. Mennirnir tveir voru handteknir fyrir utan verkstæði við Hamarshöfða í mars 2012. Í skýrslu sem lögreglumaður sem kom að rannsókn málsins gaf fyrir dómi kom fram að handtöku mannanna hefði verið flýtt þar sem þeir hefðu uppgötvað að verið var að fylgjast með þeim. Var handtakan liður í því að endurheimta búnað lögreglunnar. Fram kemur í dómnum að lögreglan hafi ekki fullnýtt allar þær heimildir sem hún hafði í kjölfar úrskurðar dómsins. Mat Hæstaréttar var að mennirnir tveir hefðu ekki stuðlað að þeim aðgerðum sem gripið var til og að handtaka lögreglunnar hafi verið í öðrum tilgangi en kveðið er á um í lögum. Þetta er í annað sinn sem Jóhanni Einari Björnssyni eru dæmdar bætur vegna aðgerða lögreglu gegn honum en þann 17. nóvember 2006, fyrir rétt rúmum níu árum, voru honum dæmdar 250.000 krónur í miskabætur eftir að hann sat í gæsluvarðhaldi í þrettán daga í tengslum við rannsókn á Dettifossmálinu svokallaða. Jóhann var sýknaður í málinu en hann var grunaður um að hafa átt þátt í að smygla amfetamíni til landsins. Honum var hins vegar gerð sekt fyrir að hafa haft amfetamín í vörslu sinni.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira