Innlent

Grjóti rigndi yfir bíla

Samúel Karl Ólason skrifar
Á myndinni má sjá hvernig girðingin fór á hliðina við sprenginguna.
Á myndinni má sjá hvernig girðingin fór á hliðina við sprenginguna. Vísir/KV
Grjót lenti á bílum í Stórholti um hádegið í dag þar sem verið var að sprengja fyrir grunni nýs hótels. Við sprengingar í morgun féll grindverk að byggingarsvæðinu á hliðina en engan vegfaranda sakaði. Vinnueftirlitið hefur málið nú til rannsóknar.

Undanfarin misseri hafa fjölmargar sprengjur verið sprengdar á byggingarsvæðinu og er þetta ekki í fyrsta sinn sem að bílar skemmast á svæðinu og að vinnueftirlitið hefur verið kallað til. Líklegt þykir að annað hvort hafi verið notað of stór sprengihleðsla eða of lítil yfirbreiðsla.

Starfsmenn Vinnueftirlitsins eru enn að störfum á vettvangi og því ekki ljóst hvað fór úrskeiðis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×