Innlent

Mesta jafnréttið á Íslandi sjöunda árið í röð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enn á ný trónir Ísland á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti í heiminum
Enn á ný trónir Ísland á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti í heiminum Vísir/Hari
Ísland er enn sem fyrr efst á lista yfir ríki heimsins þegar mið er tekið af jafnrétti kynjanna. Það er Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, sem tekur listann saman árlega þar sem 145 ríkjum heims er raðað eftir stöðu jafnréttismála.

Ísland er í efsta sætinu sjöunda árið í röð en Noregur, Finnland og Svíþjóð raða sér í sætin á eftir Íslandi. Athygli vekur að Rúanda er í sjötta sæti listans en ríkið skorar svo hátt vegna mikillar þáttöku kvenna í stjórnmálum þar í landi.

Svona lítur topp tíu listinn út þetta árið.Alþjóðaefnahagsráðið
Sérstakt átak var gert í kjölfar þjóðarmorðanna í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar til þess að fá konur til þess að taka þátt í stjórnmálum.

Aðalhöfundur skýrslunnar, Saadia Zahidi, segir að Norðurlöndin búi yfir besta kerfinu hvað varðar fjölskyldumál og ummönnun barna og nefndi hún sérstaklega lög um fæðingarorlof sem eru í gildi á Norðurlöndunum.

Hægt hefur á þróun jafnréttis í heiminum en samkvæmt skýrslunni má reikna með að ekki takist að útrýma launamun kynjanna fyrr en árið 2133 en í skýrslunni fyrir árið 2014 var gert ráð fyrir að slíkt myndi nást árið 2095.

Alþjóðaefnahagsráðið hefur tekið saman listann frá árinu 2006 og er horft til efnahagslegra þátta, heilsu, menntunar og stjórnmálaþátttöku karla og kvenna. Ísland hefur verið í efsta sæti listans frá árinu 2009.


Tengdar fréttir

Mesta jafnréttið á Íslandi sjötta árið í röð

Ísland er enn sem fyrr efst á lista yfir þjóðir heimsins þegar mið er tekið af jafnrétti kynjanna. Það er Alþjóðaefnahagsráðið, eða World Economic Forum, sem tekur listann saman árlega þar sem hundrað fjörutíu og tveimur ríkjum heims er raðað eftir stöðu jafnréttismála.

Kynjajafnrétti náð árið 2095

Þetta er niðurstaða Alþjóðaefnahagsráðsins ef þróunin í átt að jafnrétti kynjanna verður svipuð og síðustu ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×