Síbrotamaður sakaður um að svíkja húsfélög Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Róbert var fenginn til að vinna verkefni í Lundarbrekku 4 í Kópavogi. vísir/GVA „Hann byrjar bara að öskra og þetta var hans taktík í öllum samtölum. Hann öskrar og skellir á,“ segir Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, íbúi í Lundarbrekku 4. Adda segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Róbert Guðmundsson, sem tekur að sér múrviðgerðir og málningu. Róbert var dæmdur til sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands í maí, en hann er ekki menntaður iðnaðarmaður. Hann var ákærður fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa, á árunum 2011 til 2014, tekið að sér málningarþjónustu, múrviðgerðir og hellulagnir gegn gjaldi og auglýst starfsemi sína. Hann játaði brotin. Í dómnum kemur fram að Róbert hafði sautján sinnum áður sætt refsingu. Viðmælendur Fréttablaðsins fullyrða að Róbert hafi hvergi nærri látið af brotastarfsemi sinni. Adda Guðrún, sem er gjaldkeri húsfélagsins í Lundarbrekku 4, greinir til dæmis frá því að samið hafi verið við Róbert um múrviðgerðir á húsinu þar. Hann hafi krafist 930 þúsund króna greiðslu fyrir verkið en húsfélagið greitt honum 610 þúsund. Hún segir að verkið hafi verið illa unnið og starfsmenn, sem hafi unnið fyrir Róbert, hafi viðurkennt fyrir íbúa í húsinu að þeir hefðu aldrei haldið á pensli. Þá hafi þeir málað í rigningu og niðamyrkri. „Vinnubrögðin voru hræðileg,“ segir Adda Guðrún. Þegar Róberti hafi verið neitað um frekari greiðslur vegna verksins hafi hann sent henni hótun í sms-i sem hún hafi farið með til lögreglunnar. „Skilaboðin voru engu að síður þess eðlis að lögreglan treysti sér ekki til þess að gera neitt í málinu,“ segir Adda Guðrún. Ingi Freyr Ágústsson héraðsdómslögmaður segir að Róbert hafi dreift auglýsingamiðum til að vekja athygli á þjónustu sinni. Hann segir að Róbert hafi sjálfur ekki gefið út reikninga vegna verksins í Lundarbrekku, heldur fengið annan mann til að gera það fyrir sig. Sá aðili hefur ekki tilskilin innheimtuleyfi. Ingi Freyr segir slíkt óheimilt og hann hafi því bæði sent ábendingu til Fjármálaeftirlitsins og kært til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Málarameistarafélaginu hafa borist um tíu kvartanir vegna Róberts á skömmum tíma. Róbert Guðmundsson hefur verið í forsvari fyrir samtökin Hjálparsamtök Íslendinga. Hann var sakaður opinberlega um að hafa safnað peningum fyrir fólk í nauð en nýtt þá í eigin þágu. Róbert hafnaði ásökununum í í útvarpsþættinum Harmageddon í fyrra. Hann hafnar líka þeim ásökunum Öddu Guðrúnar og Ingi Freys. Tengdar fréttir Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54 „Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Hann byrjar bara að öskra og þetta var hans taktík í öllum samtölum. Hann öskrar og skellir á,“ segir Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, íbúi í Lundarbrekku 4. Adda segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við Róbert Guðmundsson, sem tekur að sér múrviðgerðir og málningu. Róbert var dæmdur til sektargreiðslu í Héraðsdómi Suðurlands í maí, en hann er ekki menntaður iðnaðarmaður. Hann var ákærður fyrir brot á iðnaðarlögum með því að hafa, á árunum 2011 til 2014, tekið að sér málningarþjónustu, múrviðgerðir og hellulagnir gegn gjaldi og auglýst starfsemi sína. Hann játaði brotin. Í dómnum kemur fram að Róbert hafði sautján sinnum áður sætt refsingu. Viðmælendur Fréttablaðsins fullyrða að Róbert hafi hvergi nærri látið af brotastarfsemi sinni. Adda Guðrún, sem er gjaldkeri húsfélagsins í Lundarbrekku 4, greinir til dæmis frá því að samið hafi verið við Róbert um múrviðgerðir á húsinu þar. Hann hafi krafist 930 þúsund króna greiðslu fyrir verkið en húsfélagið greitt honum 610 þúsund. Hún segir að verkið hafi verið illa unnið og starfsmenn, sem hafi unnið fyrir Róbert, hafi viðurkennt fyrir íbúa í húsinu að þeir hefðu aldrei haldið á pensli. Þá hafi þeir málað í rigningu og niðamyrkri. „Vinnubrögðin voru hræðileg,“ segir Adda Guðrún. Þegar Róberti hafi verið neitað um frekari greiðslur vegna verksins hafi hann sent henni hótun í sms-i sem hún hafi farið með til lögreglunnar. „Skilaboðin voru engu að síður þess eðlis að lögreglan treysti sér ekki til þess að gera neitt í málinu,“ segir Adda Guðrún. Ingi Freyr Ágústsson héraðsdómslögmaður segir að Róbert hafi dreift auglýsingamiðum til að vekja athygli á þjónustu sinni. Hann segir að Róbert hafi sjálfur ekki gefið út reikninga vegna verksins í Lundarbrekku, heldur fengið annan mann til að gera það fyrir sig. Sá aðili hefur ekki tilskilin innheimtuleyfi. Ingi Freyr segir slíkt óheimilt og hann hafi því bæði sent ábendingu til Fjármálaeftirlitsins og kært til lögreglu. Samkvæmt upplýsingum frá Málarameistarafélaginu hafa borist um tíu kvartanir vegna Róberts á skömmum tíma. Róbert Guðmundsson hefur verið í forsvari fyrir samtökin Hjálparsamtök Íslendinga. Hann var sakaður opinberlega um að hafa safnað peningum fyrir fólk í nauð en nýtt þá í eigin þágu. Róbert hafnaði ásökununum í í útvarpsþættinum Harmageddon í fyrra. Hann hafnar líka þeim ásökunum Öddu Guðrúnar og Ingi Freys.
Tengdar fréttir Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54 „Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur "Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. 11. desember 2013 21:54
„Það er mitt verk að hjálpa fólki sem lendir í svona“ Róbert Guðmundsson safnar fyrir tvær stúlkur sem misstu allt sitt í bruna á Selfossi. 23. febrúar 2014 22:02