Ítrekað brotist inn í lundaverslanir: „Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 12:16 „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn," segir Sigurður. vísir/stefán Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Ítrekað hefur verið brotist inn í Viking-verslanirnar, svokallaðar lundabúðir með höndla með varning ætlaðan ferðamönnum. Þrívegis hefur verið brotist inn í verslunina við Laugarveg í nóvembermánuði. Heildartjónið hleypir á hundruðum þúsunda, að sögn eigandans, sem er orðinn langþreyttur á sífelldum innbrotum. „Bara í þessum mánuði er búið að brjótast fjórum sinnum inn í verslanir mínar í Reykjavík, þar af tvisvar í vikunni. Í annað skipti voru skildar eftir sprautunálar, sími og fleira. Hann náði þó ekki miklu í þetta sinn því hann hefur hrökklast burt um leið og kerfið fór í gang,“ segir Sigurður Guðmundsson, eigandi Viking-verslana.Búðarhnuplið algjört skaðræði Sigurður segir þann fingralanga ætíð taka það sama úr versluninni; hnífa. „Þetta er væntanlega sami aðilinn sem stundar þetta. Hann tekur hnífa sem kosta um það bil tuttugu til þrjátíu þúsund.“ Þá segist hann ekki vita til þess að aðrar verslanir eigi við sama vanda að etja. „Ég þekki ekki til þess. En þessi búðarþjófnaður almennt er óþolandi. Hann er algjört skaðræði og það eru svo ótrúlegar upphæðir sem eru að hverfa úr verslunum, ekki bara hjá mér heldur alls staðar. Mér finnst þetta vera að aukast frekar en hitt.“Lofar vænum fundarlaunum Hann segir málið komið á borð lögreglu, og að nú sé unnið að því að bæta öryggiskerfið enn frekar. Hann sé orðinn þreyttur á innbrotunum, en slær þrátt fyrir það á létta strengi. „Sama hvað er reynt að gera til varna, alltaf komast þeir inn. Spurning um að setja upp gaddavírsgirðingu tengda við rafmagn. Það væri pínu fyndið að steikja næsta þjóf. Ekki til ólífs heldur meira svona léttsteikja öðrum til viðvörunar,“ segir Sigurður. „Sé fyrir mér einhvern aumingjann hangandi grenjandi í flækjunni, biðjandi um miskunn. Grimmilegt en réttlátt.“ Þá biður Sigurður þá sem telja sig hafa vitneskju um málið að hafa samband í gegnum netfangið theviking@simnet.is. Hann heitir vænum fundarlaunum.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira