Gæsluvarðhald staðfest yfir grunuðum fjársvikara Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 16:59 Dómurinn telur að ætla megi að maðurinn haldi brotastarfsemi áfram, gangi hann laus. Vísir/GVA Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa svikið út flugfarmiða hingað til lands með því að nota greiðslukort annars manns til að greiða fyrir miðann. Við leit í farangri hans fundust greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðar áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Maðurinn hafði áður sætt gæsluvarðhalds vegna málsins og annars máls þar sem hann er grunaður um áþekk brot auk auðgunarbrota. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að samkvæmt gögnum málsins hafi á tímabilinu 26-29. október 2015 verið gerðar fimm mismunandi bókanir í flug með ónefndu flugfélagi hingað til lands á nafni móður kærða. Við greiðslu á bókununum hafi verið gerðar samtals 28 tilraunir til að greiða miðana með nítján mismunandi greiðslukortum. Þegar það gekk ekki og fór því maðurinn á söluskrifstofu flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli og greiddi þar með reiðufé fyrir miða í nafni móður hans, sem hafði komið til landsins eftir að hann hafði verið úrskurðaður í farbann. Hann var í kjölfarið handtekinn vegna gruns lögreglu um aðild að tilraununum til að greiða fyrir miðana með öllum þessum greiðslukortum. Við leit í herbergi mannsins á ónefndu gistiheimili, þar sem hann dvaldist ásamt móður sinni í farbanninu, fundust svo fjölmörg handskrifuð kreditkortanúmer og magn af dýrum útivistarfatnaði, sem samkvæmt greinargerð lögreglu, voru augsýnilega úr íslenskum verslunum. Andvirði fatnaðarins nam einni milljón króna. Lögreglustjóri segir í greinargerðinni að skýringar sem maðurinn hafi gefið í skýrslutökum hafi verið ó trúverðugar og fjarstæðukenndar. Hann hafi neitað aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar en viðurkennt að hafa reynt að kaupa miða á söluskrifstofu flugfélagsins. „Ákærði hafi hins vegar iðulega neitað að svara spurningum lögreglu varðandi þá muni sem fundist hafi í vistarverum hans samkvæmt áðursögðu. Í þeim tilvikum sem ákærði hafi svarað hafi hann gefið fjarstæðukenndar skýringar að mati lögreglu. Tekur lögreglustjóri fram að móðir ákærða hafi alfarið neitað að hafa vitneskju um málið,“ er haft eftir lögreglunni í úrskurðinum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna. Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa svikið út flugfarmiða hingað til lands með því að nota greiðslukort annars manns til að greiða fyrir miðann. Við leit í farangri hans fundust greiðslukort, óútfyllt brottfararspjöld frá mismunandi flugfélögum, merkimiðar ætlaðar áhöfnum mismunandi flugfélaga, óútfylltir úttektarmiðar fyrir hótel og fleira. Maðurinn hafði áður sætt gæsluvarðhalds vegna málsins og annars máls þar sem hann er grunaður um áþekk brot auk auðgunarbrota. Í hinum staðfesta úrskurði kemur fram að samkvæmt gögnum málsins hafi á tímabilinu 26-29. október 2015 verið gerðar fimm mismunandi bókanir í flug með ónefndu flugfélagi hingað til lands á nafni móður kærða. Við greiðslu á bókununum hafi verið gerðar samtals 28 tilraunir til að greiða miðana með nítján mismunandi greiðslukortum. Þegar það gekk ekki og fór því maðurinn á söluskrifstofu flugfélagsins á Keflavíkurflugvelli og greiddi þar með reiðufé fyrir miða í nafni móður hans, sem hafði komið til landsins eftir að hann hafði verið úrskurðaður í farbann. Hann var í kjölfarið handtekinn vegna gruns lögreglu um aðild að tilraununum til að greiða fyrir miðana með öllum þessum greiðslukortum. Við leit í herbergi mannsins á ónefndu gistiheimili, þar sem hann dvaldist ásamt móður sinni í farbanninu, fundust svo fjölmörg handskrifuð kreditkortanúmer og magn af dýrum útivistarfatnaði, sem samkvæmt greinargerð lögreglu, voru augsýnilega úr íslenskum verslunum. Andvirði fatnaðarins nam einni milljón króna. Lögreglustjóri segir í greinargerðinni að skýringar sem maðurinn hafi gefið í skýrslutökum hafi verið ó trúverðugar og fjarstæðukenndar. Hann hafi neitað aðild að bókunum farmiða á nafni móður sinnar en viðurkennt að hafa reynt að kaupa miða á söluskrifstofu flugfélagsins. „Ákærði hafi hins vegar iðulega neitað að svara spurningum lögreglu varðandi þá muni sem fundist hafi í vistarverum hans samkvæmt áðursögðu. Í þeim tilvikum sem ákærði hafi svarað hafi hann gefið fjarstæðukenndar skýringar að mati lögreglu. Tekur lögreglustjóri fram að móðir ákærða hafi alfarið neitað að hafa vitneskju um málið,“ er haft eftir lögreglunni í úrskurðinum. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ætla megi að maðurinn muni halda áfram brotastarfsemi fari hann frjáls ferða sinna.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira