Hækkunin sú mesta síðan kjararáði var komið á fót Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. nóvember 2015 22:30 Hæstaréttardómarar eru meðal þeirra sem ákvörðunin tekur til. vísir/stefán Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Ákvörðun kjararáðs sem birt var í dag felur í sér mestu launahækkun frá því að ráðinu var komið á fót árið 2006. Í greinargerð með frumvarpi því sem varð að lögum um kjararáð kemur fram að eitt markmiða þess sé að fækka þeim sem að falla undir úrskurð ráðsins. Áður höfðu Kjaradómur og kjaranefnd starfað undir áþekku fyrirkomulagi. Samkvæmt 1. grein laga um kjararáð úrskurðar það um laun og starfskjör þjóðkjörinna manna, ráðherra og dómara og annarra ríkisstarfsmanna sem svo er háttað um að þau geta ekki ráðist með samningum á venjulegan hátt vegna eðlis starfanna eða samningsstöðu. Árið 2007 voru ráðuneytisstjórar, skrifstofustjórar Stjórnarráðsins og forstöðumenn ríkisstofnanna einnig færðir undir ráðið. Í öllum úrskurðum sínum hefur ráðið kveðið á um launahækkanir ef undanskilinn er úrskurður frá árinu 2008 þar sem kveðið var á um laun ráðherra og þingmanna fyrir árið 2009. Á þingi höfðu verið samþykkt lagabreyting sem sagði að kjararáð skildi ákveða nýjan úrskurð þar sem laun þeirra skyldu lækka um minnst fimm prósent en mest fimmtán prósent.Niðurstaða ráðsins var að laun forsætisráðherra skyldu lækkuð um tæp fimmtán prósent, ráðherra um tæp fjórtán prósent og þingmanna um sjö og hálft prósent. Kjararáð hafnaði því hins vegar að lækka laun forseta Íslands þrátt fyrir að hann hefði farið fram á það. Taldi ráðið að 2. mgr. 9. gr. stjórnarskárinnar girti fyrir slíkt en í ákvæðinu stendur að óheimilt sé að lækka laun forseta á meðan kjörtímabili hans stendur.Launaþróun samkvæmt úrskurðum kjararáðsCreate line chartsÁkvarðanir fyrirrennara kjararáðsins, Kjaradóms, þóttu oft á tíðum umdeildar. Ákvörðun ráðsins í lok árs 2005 þótti til að mynda svo umdeild að þáverandi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, fór þess á leit við ráðið að það endurskoðaði ákvörðun sína. Þá hafði Kjaradómur hækkað laun forseta Íslands um 6,15 prósent en laun annarra sem undir hann heyrðu um 8,16 prósent. Á almennum vinnumarkaði hafði hins vegar verið samið um hækkanir upp á 2,5 prósent. Þegar ráðið féllst ekki á að breyta úrskurði sínum voru samþykkt lög á þingi sem felldu hann úr gildi. Í kjölfarið höfðaði einn héraðsdómara landsins, Guðjón St. Marteinsson, mál á hendur ríkinu en hann taldi að lögin brytu í bága við stjórnarskrá. Með lögunum hefði löggjafinn seilst inn á valdsvið dómstóla og farið á svig við þrígreininguna. Fjölskipaður héraðsdómur, skipaður setudómurum, féllst á röksemdir Guðjóns. Aðra umdeilda ákvörðun má finna árið 1992 þegar Kjaradómur hækkaði meðal annars laun forsætisráðherra um hundrað þúsund krónur. Þá hækkuðu laun forseta Alþingis meðal annars um 97% prósent, úr 175.000 krónum í 380.000. Þá sagði forseti þingsins í samtali við DV, Salome Þorkelsdóttir, að hún hefði ekki efni á að afþakka launin. Kjaradómur ákvæði kjör fólks án aðkomu þingsins. Meðal annarra sem falla undir úrskurð kjararáðs má nefna presta, fangelsismálastjóra, lögreglustjórann í Reykjavík, ríkistollstjóra, ríkissáttasemjara og skrifstofustjóra Alþingis.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Sjá meira
Kjararáð hækkar laun þjóðkjörinna og embættismanna Launin hækka um 9,3 prósent og er hækkunin afturvirk til 1. mars 2015. 19. nóvember 2015 18:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent