Fleiri fréttir

Handtekinn fyrir heimilisofbeldi

Karlmaður var handtekinn í heimahúsi í vesturborginni snemma í gærkvöldi grunaður um líkamsárás, heimilisofbeldi og vörslu fíkniefna. Hann bíður þess í fangageymslu að verða yfirheyrður í dag, en í skeyti lögreglu kemur ekert fram um hvernig þolendum ofbeldisins reiddi af.

Keyrðu um Breiðholtið og sprengdu púðurkerlingar

Íbúum á nokkrum stöðum í Breiðholti var illa brugðið þegar þeir vöknuðu upp við sprengingar, eða skothvelli á fjórða tímanum í nótt og höfðu samband við Neyðarlínu og lögreglu. Lögregla fór á vettvang og stöðvaði brátt tvo menn á bíl sem grunaðir eru um að hafa kastað öflugum púðurkerlingum eða kínverjum út úr bílnum af handahófi.

Tiltekt frekar en ný mynt

„Ég er þeirrar skoðunar, og við í Samfylkingunni, að þessi ríkisstjórn sé að loka augunum allt of skarpt gagnvart þeim kostnaði sem fylgir því að koma þaki yfir höfuðið á Íslandi,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, á fundi Samtaka atvinnulífsins um fjármál ríkisins í Hörpu í gær.

Áætlunin úr skorðum

Starfsáætlun Alþingis heldur ekki. Fjárlagafrumvarp berst of seint til nefndar.

Tvö störf nú þegar boðist

Nú þegar hafa tvö störf boðist flóttamönnum á landinu eftir að Vinnumálastofnun kallaði eftir starfstækifærum fyrir flóttamenn þann 16. nóvember síðastliðinn. Þetta staðfestir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.

Sjaldan sakfellt fyrir rangar sakargiftir

Að minnsta kosti tvisvar hefur kæra um rangar sakargiftir gegn kæru um kynferðisbrot vakið mikla athygli hér á landi. Skorað hefur verið á þingmenn að setja lög sem banna slíkar kærur á meðan rannsókn kynferðisbrots stendur yfir.

Allir fái framfærslu

Þingflokkur Pírata hefur lagt fram þingsályktunartillögu þar sem félags- og húsnæðismálaráðherra er falið að þróa tillögu að kerfi utan um skilyrðislausa grunnframfærslu eða svokölluð borgaralaun.

Vilja fleiri ódýrar íbúðir í Garðabæ

„Við þurfum skýra aðgerðaráætlun um það hvernig og hvenær við ætlum að bjóða upp á raunhæfa húsnæðiskosti fyrir ungt fólk og barnafólk,“ segir í tillögu Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn Garðabæjar um fjölgun lítilla og ódýrra íbúða í bænum.

Aldrei neinn einn sökudólgur

LSH hefur lokið greiningu á 17 alvarlegum atvikum. Sýna ítrekað samskiptaskort og lélegt upplýsingaflæði.

Ráð að huga strax að flóðavörnum

Fyrirsjáanleg hækkun sjávarborðs ætti að vera skipulagsyfirvöldum í Reykjavík, og á landsvísu, hvatning til að gera nauðsynlegar ráðstafanir við uppbyggingu. Mikil uppbygging er ráðgerð á svæðum þar sem mestra flóða má vænta.

Hálfnuð á leiðinni í mikil vandræði

Ársins 2015 verður sennilega minnst sem þess fyrsta sem hitastig jarðar verður rúmlega einni gráðu yfir meðaltalshita áranna 1850-1900. Við tveggja gráða hlýnun er mannkyn í verulegum vandræðum sem vart verður undið ofan af.

Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS

Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi.

Slæmt fyrir komandi kynslóðir ef útlendingar kaupa bankana

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að Íslendingar eigi alls ekki að sækjast eftir því að fá erlenda aðila til að fjárfesta í bönkum hér á land. Skiptar skoðanir eru málið meðal stjórnarþingmanna en fjármálaráðherra telur að erlend fjárfesting geti þjónað íslensku fjármálakerfi.

Vilja gæða fúkyrðaflóruna lífi

Það er fallegt að kunna að blóta á okkar ástkæra, ylhýra móðurmáli. Það er bragur yfir slíku blóti,“ segir Hafþór Sævarsson, nýkjörinn formaður Hins íslenska fúkyrðafélags.

Breytingin í bóknámi 40%

Heildarfjöldi skráðra nemenda í framhaldsskólum er talsvert minni milli ára. Á einu ári hefur nemendum fækkað um þúsund í starfs- og listnámi. Nemendum eldri en 25 ára hefur fækkað um 17 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir