Innlent

Lífgaður við eftir árekstur í Skeifunni

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá vettvangi í Skeifunni í gærkvöldi.
Frá vettvangi í Skeifunni í gærkvöldi. Vísir/AK
Umferðaróhapp varð í Skeifunni á sjöunda tímanum í gærkvöldi og kom brátt í ljós að ökumaður bílsins sem olli því var meðvitunarlaus.

Kallað var á sjúkrabíl og sáu sjúkraflutningamenn strax að maðurinn hafði hafa fengið hjartaáfall og hófu þegar lífgunaraðgerðir. Þær báru árangur og var maðurinn fluttur á hjartadeild Landsspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×