Innlent

Konur með mest pólitísk völd á Íslandi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi.
Jóhanna Sigurðardóttir var fyrsti kvenkyns forsætisráðherra á Íslandi. vísir/gva
Konur eru með mesta pólitísk völd á Íslandi, af 145 löndum sem Alþjóðaefnahagsráðið (e. World Economic Forum) bar saman í nýrri skýrslu um kynjajafnrétti sem birt var í dag. 

Fram kemur í greininni að 44 prósent af þingmönnum eru kvenkyns á Íslandi og konur hafi verið leiðtogar í tuttugu af síðustu fimmtíu árum í sögu þjóðarinnar. Í öðru sæti er Finnland og í þriðja sæti er Noregur. Norðurlöndin eru hátt á listanum en Svíþjóð er í fimmta sæti. Danmörk nær hins vegar ekki á topp 25 listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×