Fleiri fréttir

Þrír kajakræðarar hætt komnir

Þrír kajakræðarar voru hætt komnir út af Munaðarnesi í Árneshreppi á Ströndum í gærkvöldi. Að því er fram kemur á netmiðlinum Litlahjalla.is voru þeir að koma frá Ingólfsfirði en úti af Munaðarnesi lentu þeir í ölduróti.

Fjórða strandveiðitímabilið hófst á miðnætti

Strandveiðibátar streymdu á sjóinn í nótt nema úti af norðausturlandi, þar sem ekki er sjóveður fyrir þá. Á miðnætti hófst fjórða og síðasta veiðitímabil þeirra í sumar og er ágúst kvótinn heldur minni en var í hinum mánuðunum.

Björgunarsveitir með vörslu við Sólheimajökul

Björgunarsveitarmenn hefja vörslu við við Sólheimajökul klukkan átta og verða þar fram á kvöld, vegna yfirvofandi hættu á að stór stykki geti brotnað úr jökulröndinni og valdið flóðbylgju í Lóninu.

Vísbending um svarta vinnu

Beiðnum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti fer fækkandi. Gæti verið vísbending um að svört vinna sé að aukast. Önnur skýring er sú að á votviðrissumrum noti fólk peningana sína frekar í sólarlandaferðir en viðhald fasteigna.

Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar

Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Sólstrandalíf í Önundarfirði

Hin árlega sandkastalakeppni var haldinn á laugardaginn var á Holtssandi í Önundarfirði. Að sögn Fjölnis Ásbjörnssonar, einn umsjónarmanna, voru um fimm hundruð gestir á ströndinni, sem er met.

Fölskvalaus ánægja um helgina

Útihátíðir verslunarmannahelgarinnar fóru vel fram að mati lögreglu. Ekkert kynferðisbrot hefur verið kært og ekki urðu alvarleg umferðarslys.

Tólf frá sjö löndum grófu upp Skugga

Tólf manna hópur fornleifafræðinga frá sjö löndum hefur grafið upp torfhúsið Skugga í Hörgárdal. Rannsóknin er samstarf City University of New York og Fornleifastofnunar Íslands. Býlið er mjög ofarlega í dalnum sem þykir koma á óvart.

Skoða virkjanakosti fyrir landeigendur

Meirihluti Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar samþykkti á síðasta fundi ráðsins tilboð fyrirtækisins Mannvits um að kanna hagkvæmni smávirkjana í bæjarfélaginu. Fulltrúi minnihlutans sat hjá við afgreiðslu málsins og gerir nokkrar athugasemdir við verklag meirihluta byggðaráðsins.

Tvísýn staða Hönnu Birnu

Skiptar skoðanir eru um stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Þingmaður flokksins segir að staða Hönnu Birnu sé mjög veik.

Áhyggjur vegna íbúafækkunar á Stokkseyri

Íbúar á Stokkseyri hafa lýst yfir áhyggjum vegna mikilla fólksflutninga frá Stokkseyri og Eyrarbakka, þrátt fyrir að lóðaverð þar sé töluvert lægra en til dæmis á Selfossi.

Umferðin þyngst um kvöldmatarleytið

Umferðarþungi á þjóðvegum landsins nær hápunkti þessa stundina þegar tugþúsundir ferðalanga halda heim á leið. Lögreglumenn í flestum umdæmum eru sammála um að dagurinn hafi gengið vel og helgin stórslysalaust. Svo virðist sem að flestir hafi tekið jafnaðargeðið með í för þessa Verslunarmannahelgi.

Græða ekkert á framúrakstri

Búist er við mjög þungri umferð í átt til höfuðborgarsvæðisins í dag og verður lögreglan með aukin viðbúnað á Vesturlands- og Suðurlandsvegi af þeim sökum.

Aldrei fleiri í brekkunni á þjóðhátíð

Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar þakkar góðu skipulagi, hagstæðu veðri og einstökum náttúruaðstæðum í Herjólfsdal hve vel þjóðhátíð fór fram.

Óvissustig við Sólheimajökul á ný

„Ef stærri stykki brotna framan af jöklinum ryðja þau frá sér vatni og það getur valdið flóðbylgju á flatlendinu við jökullónið,“ er útskýrt í tilkynningunni.

Holunum fækkar á Vestfjarðavegi

Nýr fjögurra kílómetra vegarkafli á sunnanverðum Vestfjörðum með bundnu slitlagi var opnaður umferð í fyrsta sinn fyrir verslunarmannahelgi.

Löng bílaröð frá Landeyjahöfn

Lögreglan biðlar til ferðamanna á leið til Vestmannaeyja að leggja tímanlega af stað. Bílaröðin frá höfninni er nú um 1,5 kílómetrar að lengd.

Dópaður maður réðst á móður sína

Allir þeir sem lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu þurftu að hafa afskipti af í nótt "voru mjög ölvaðir og erfiðir,“ þar með talin ein "trítilóð“ kona.

Sjá næstu 50 fréttir