Innlent

Sólstrandalíf í Önundarfirði

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Frá sandkastalakeppninni Hér sjást keppendur á ströndinni.
Frá sandkastalakeppninni Hér sjást keppendur á ströndinni. mynd/páll önundarson
Hin árlega sandkastalakeppni var haldinn á laugardaginn var á Holtssandi í Önundarfirði. Að sögn Fjölnis Ásbjörnssonar, einn umsjónarmanna, voru um fimm hundruð gestir á ströndinni, sem er met.

Segir hann að sannkölluð sólstrandarmenning hafi ráðið ríkjum. „Hér óð fólk í sjónum og naut sólarinnar,“ segir hann. Dómnefndin hafði úr vöndu að ráða en að lokum fór það svo að Lísa og Helena Sigurðardætur unnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×