Innlent

Þrír kajakræðarar hætt komnir

Gissur Sigurðsson skrifar
Þrír kajakræðarar voru hætt komnir út af Munaðarnesi í Árneshreppi á Ströndum í gærkvöldi. Að því er fram kemur á netmiðlinum Litlahjalla.is voru þeir að koma frá Ingólfsfirði en úti af Munaðarnesi lentu þeir í ölduróti.

Einum kajaknum hvolfdi þá, en maður sem staddur var í Munaðarnesi, kom honum til hjálpar á bátskænu. Þá hékk ræðarinn á kajaknum rétt við skerjaklasann og var orðinn hrakinn og kaldur.

Honum var bjargað í land en hinir tveir komust sjálfir við illan leik í land og voru líka orðnir hraktir. Mennirnir nutu aðhlynningar í Munaðarnesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×