Innlent

Umferðin þyngst um kvöldmatarleytið

Umferðarþungi á þjóðvegum landsins nær hápunkti þessa stundina þegar tugþúsundir ferðalanga halda heim á leið. Lögreglumenn í flestum umdæmum eru sammála um að dagurinn hafi gengið vel og helgin stórslysalaust. Svo virðist sem að flestir hafi tekið jafnaðargeðið með í för þessa Verslunarmannahelgi. 

Umferðarþungi hefur haldist nokkuð stöðugur og dreifst vel yfir daginn. Lítið hefur verið um hraðakstur. Að sögn lögreglu var umferðin í gær meiri en gengur og gerist og því ljóst að  margir lagt fyrr af stað til að freista þess að verða á undan mesta umferðarþunganum. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru átta teknir í Landeyjahöfn fyrir ölvunarakstur en að öðru leyti hefur dagurinn gengið vel. Fjölmargir hafa blásið í áfengismæla og hafa nokkrir verið kyrrsettir eftur að hafa mælst rétt undir áfengismörkum. Þá var einn tekinn undir áhrifum fíkniefna. 

Lögreglan á von á að umferðin verði mest um kvöldmatarleytið og vill biðja fólk að halda áfram að fara varlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×